Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. apríl. 2014 01:23

Niðurrif Kútters Sigurfara er hafið

Framkvæmdir vegna niðurrifs Kútters Sigurfara á Safnasvæðinu á Akranesi hófust í morgun en eins og kunnugt er tók bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ákvörðun á dögunum um að ráðast í niðurrif fremur en að eiga það á hættu að skipið láti undan veðri. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við á Safnasvæðinu laust fyrir hádegi var Guðmundur Sigurðsson starfsmaður á Safnasvæðinu í óða önn að fjarlægja bómurnar á mastri kúttersins með aðstoð kranabíls frá Gísla Jónssyni. Eftir hádegið stendur til að fella möstur kúttersins en strax í framhaldinu verður ráðist í að rífa skrokk skipsins. Að sögn Guðmundar er um svartan dag að ræða í sögu safnamála á Akranesi. „Því miður þá hamlar peningaleysi því að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar endurbætur á kútternum. Við höfum vonast til þess í mörg ár að stjórnvöld myndu færa safninu aukið fé en af því hefur ekki orðið. Þetta er því mikill sorgardagur og gætum við nú allt eins sagt okkur undir Dani á nýjan leik, enda klárlega ekki færir í að varðveita þjóðarsöguna,“ sagði Guðmundur.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi sagði í samtali við Skessuhorn harma að þetta skref hafi verið stigið. Það hafi þó þurft að gera þar sem fjárveitingavaldið hafi fyrir skemmstu ákveðið að halda að sér höndum vegna kúttersins, hinnar sannkölluðu Þjóðarskútu Íslendinga. Því hafi bæjarstjórn tekið ákvörðun um að láta rífa kútterinn og hreinsa svæðið fyrir sumarið. Regína segir að burðarvirki skipsins verði komið í geymslu en öðru hent, enda molnaði það í höndum manna þegar farið var að beita kúbeininu eftir hádegið í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is