Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2014 11:01

Ævintýri að gerast í fjölgun ferðamanna í Grundarfirði

Einn helsti bjartsýnistónninn í atvinnumálaumræðunni í þjóðfélaginu nú um stundir er sú staðreynd að ferðamannastraumur hefur stóraukist til landsins síðustu árin. Nú er það mælt að ferðaþjónustan er orðin mest gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin, slær meira að segja sjávarútveginum við þó litlu muni. Kannski efast margir um að þetta sé rétt sem og að þessi aukning ferðamanna nái út fyrir höfuðborgarsvæðið og önnur vinsæl svæði svo sem Gullna hringinn og Mývatnssveitina fyrir norðan. Hvað þá að ferðamannatíminn sé að ná langt umfram háannatímann yfir sumarið. En þetta er engu að síður að gerast. Það hefur að minnsta kosti sýnt sig í Grundarfirði og annarsstaðar á Snæfellsnesinu síðustu misserin. Þar hefur fjöldi ferðamanna stóraukist, ekki síst utan háannatímans.

Full bókað í vetur

Gísli Ólafsson vert á Hótel Framnesi í Grundarfirði og annar eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Láki tours sem gerir út á hvala- og fuglaskoðun, segir engan vafa á því að þessi aukning í ferðamennskunni sé komin til þeirra og að þrýstingurinn sé að aukast frá ferðaskrifstofum að beina fólki á vestursvæðið. Gísli spáir því að næsta sumar verði um 10% aukning í móttöku ferðamanna á Snæfellsnes og Vestfirði frá síðasta sumri. Síðustu vetur hefur stöðug aukning orðið í móttöku ferðamanna til Grundarfjarðar og ljóst að þar er hreinlega ævintýra að gerast í ferðaþjónustunni. Í vetur hefur nýtingin á Hótel Framnesi verið hátt í 100%. Hótelið var t.d. fullbókað frá 2. febrúar til 23. mars og þá þurfti að beina gestum á gistiheimili og aðra gistingu í nágrenninu.

 

Nánar er rætt við Gísla Ólafsson vert á Hótel Framnesi og einn eigenda Láka Tours í Grundarfirði í Skessuhorni sem kemur út í dag. Einnig er rætt við konu hans Shelagh Smith.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is