Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2014 12:05

Tuga prósenta verðmunur á páskaeggjum

Verðlagseftirlit ASÍ hefur kannað verð á páskaeggjum í verslunum. Algengast er að um 30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana. Verðið var kannað í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 31. mars. „Bónus var oftast með lægsta verðið á þeim eggjum sem skoðuð voru en Hagkaup var oftast með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg hjá Hagkaupum og Fjarðarkaupum en fæst hjá Samkaupum–Úrvali og Bónus. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 17 af þeim 31 tegundum sem kannaðar voru. Hæsta verðið í könnuninni var oftast hjá Hagkaupum eða á 17 páskaeggjum af 31.

 

 

 

Oftast var um 30% verðmunur á hæsta og lægsta verði páskaeggjanna í könnuninni. Sem dæmi má nefna að 30% verðmunur var á 450 gr. nizza lakkrís házkaeggi frá Nóa Síríus sem var ódýrast á 1.998 kr. hjá Bónus en dýrast á 2.598 kr. hjá Víði, en það er 600 kr. verðmunur. Þá var 40% verðmunur á 325 gr. páskaeggi nr. 4 frá Góu sem var ódýrast á 998 kr. hjá Iceland en dýrast á 1.398 kr. hjá Samkaupum-Úrval sem er 400 krónu verðmunur.

 

Minnstur verðmunur í könnuninni var á páskaeggjakörfu frá Nóa Síríus fyllta af pippeggjum sem var ódýrust á 1.149 kr. hjá Krónunni en dýrust á 1.249  kr. hjá Hagkaupum sem er 9% verðmunur. Mestur verðmunur að þessu sinni var 50% á Nóa Síríus páskaeggi nr. 3 og Góu lakkrís páskaeggi nr. 4, en páskaeggið frá Nóa Síríus var dýrast hjá Hagkaupum en ódýrast hjá Bónus og Góu eggið var ódýrast hjá Krónunni en dýrast hjá Samkaupum-Úrval.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is