Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2014 10:01

Ætla að hefja útgerð skemmtisiglingaskips frá Akranesi

Akranes gæti orðið miðstöð fyrir sjóstangveiði, hvalaskoðun og margvíslegar skemmtisiglingar með ferðamenn frá Vesturlandi. Hópur manna hefur fest kaup á 33 metra löngu farþegaskipi frá Englandi. Það var smíðað 1979 og lengst af gert út frá Skotlandi sem farþegaferja. Það er sérhannað til fólksflutninga. „Í því eru þrír farþegasalir. Aðal salurinn er með bar og innréttaður nánast sem veitingasalur fyrir matargesti. Síðan eru tveir aðrir neðri salir sem eru aðskildir. Hver salur getur rúmað 30 til 50 manns. Þá má innrétta að vild. Skipið hentar því mjög vel til að fara með hópa svo sem fyrirtæki og félagasamtök í skemmtiferðir. Á afturþilfari skipsins er mjög gott pláss fyrir sjóstangveiði. Þar má hæglega nota 25 stangir í einu sem er mesti fjöldi sem leyfilegt er að vera með í sjóstangveiði,“ segir Skagamaðurinn Gunnar Leifur Stefánsson í samtali við Skessuhorn. Hann hefur að baki áralanga reynslu í ferðaþjónustu og útgerð skemmtibáta.

Hugmyndin á bak við kaupin á skipinu er að reka skip sem á gagngert að koma til Akraness þaðan sem það verður gert út til hvalaskoðunar og sjóstangveiði. „Skipið á að verða liður í því að laða ferðamenn til bæjarins með aðstoð Skagaverks sem rekur meðal annars langferðabíla og hefur langa reynslu innan ferðaþjónustu,“ segir Gunnar Leifur.  

 

Sjá ítarlega frásögn í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is