Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. apríl. 2014 04:03

Breytingar gerðar á veiðihúsinu við Norðurá

Um nokkra hríð hafa landeigendur við Norðurá í Borgarfirði rætt um að bæta þurfi gistiaðstöðun á Rjúpnaási, sem þjónar veiðimönnum á fengsælustu veiðisvæðum árinnar. Þar eru nú þrjú hús sem hvert um sig hafa gegnt hlutverkum sínum vel og sum hver alllengi. Aðalhúsið er með nokkrum herbergjum sem einkum hafa verið notuð fyrir leiðsögumenn. Síðan er sérstök svefnálma, sem í daglegu tali hefur verið nefnd Brekkubær, og að lokum smáhýsi þar sem kokkur veiðihússins hefur átt afdrep. Á félagsfundi í veiðifélaginu sl. laugardag var samþykkt að rífa tvo elstu hluta núverandi aðalhúss og byggja þar í staðinn nýja gistiálmu. Herbergin munu öll hafa útsýni að ánni, sem er mikilvægt í augum veiðimanna. Verður þá öll gisting við aðalhluta árinnar komin undir eitt þak.

 

 

 

Núverandi gistiaðstaða við Norðurá er komin til ára sinna. Húsið hefur gegnt hlutverki sínu vel en nú er krafa veiðimanna önnur. Meðal annars er gerð krafa um meira rými og þægindi en var í eina tíð. Við því eru veiðiréttareigendur að bregðast, segir Birna G Konráðsdóttir formaður veiðifélagsins í samtali við Skessuhorn. Aðspurð um framkvæmdina segir hún að stefnt sé að því að stækkun hússins verði lokið fyrir veiðisumarið 2017. Samkvæmt frumhönnun er gert ráð fyrir 14 herbergjum sem hvert um sig verður ríflega 20 fermetrar á tveimur hæðum. „Þá var þetta tímamótafundur í félaginu að öðru leyti,“ segir Birna. „Við höldum að þetta sé í fyrsta skipti síðan lögum um lax- og silungsveiði var breytt árið 2006, að greidd voru atkvæði á félagsfundi í hlutfalli við eignarhlut í ánni. Ánni er skipt í þúsund einingar. Atkvæðagreiðsla um framkvæmdir við veiðihúsið fór þannig að 812,1 eining samþykkti að fara í þessar framkvæmdir, fulltrúar 52,5 eininga sögðu nei og fjarstaddar auk afréttarins sem ekki hefur atkvæðisrétt voru 83,7 einingar. Það er því nokkuð breið samstaða um að ráðast í þessa framkvæmd,“ segir Birna formaður Veiðifélags Norðurár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is