Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. apríl. 2014 09:18

Meirihluti akademískra starfsmanna LbhÍ hvetur til sameiningar

Í fréttatilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum segir að mikill meirihluti akademískra starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands hafi skorað á ráðherra menntamála, rektor Landbúnaðarháskólans og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að klára sameiningarferli Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur, dósent við auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands og aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands, undirritar tilkynninguna fyrir hönd hópsins. Þar segir orðrétt:

 

 

„Undanfarið hefur mikið borið á sjónarmiðum þeirra sem andvígir eru sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Af umræðunni hefur mátt skilja að meirihluti starfsmanna sé þar á meðal. Það er ekki rétt og hefur nú mikill meirihluti (meira en þrír fjórðu hlutar) akademískra starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands undirritað áskorun til menntamálaráðherra og rektors LbhÍ um að ljúka sameiningu skólanna með það fyrir augum að styrkja stöðu landbúnaðar- og umhverfisrannsókna og kennslu með hag nemenda og fræðasviða Landbúnaðarháskólans að leiðarljósi. Mikill samdráttur hefur þegar átt sér stað í fjárveitingum til Landbúnaðarháskólans og eru akademískir starfsmenn mjög uggandi yfir þeirri stöðu sem nú er uppi. Nauðsynlegt er að styrkja stöðu þeirra fræðasviða sem hýst eru innan skólans. Verði það ekki gert með öflugum hætti nú þegar mun þekking tapast með ófyrirséðum afleiðingum fyrir nýsköpun og framfarir í landbúnaði.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is