Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. apríl. 2014 06:01

Þorsteins á Úlfsstöðum minnst á fyrirlestri í Reykholti

Næstsíðasta dagskrá vetrarins í fyrirlestraröð Snorrastofu í Reykholti, Fyrirlestrar í héraði, verður haldin í Bókhlöðu stofnunarinnar annað kvöld, þriðjudaginn 8. apríl. Þá verður fjallað um bóndann á Úlfsstöðum, Þorstein Jónsson og konu hans Áslaugu Aðalheiði Steinsdóttur, sem bæði eru látin. Framsögu hafa Ragnhildur dóttir þeirra og tengdasonurinn Sveinn Víkingur Þórarinsson, sem bæði búa á Úlfsstöðum. Einnig mun dóttursonur þeirra Þorsteins og Áslaugar, Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur, flytja erindi. Saman draga þau upp mynd af heimilinu á Úlfsstöðum og fjalla um ritstörf, skáldskap og heimspekihugleiðingar Þorsteins og ýmislegt annað, sem setti svip á æviferil þeirra hjóna.

 

 

 

Þorsteinn Jónsson skáld, rithöfundur og bóndi fæddist 5. apríl 1896 að Úlfsstöðum í Hálsasveit. Foreldrar hans voru Guðrún Hallfríður Jónsdóttir og Jón Þorsteinsson. Þorsteinn ólst upp á Úlfsstöðum og átti þar heima nær alla tíð. Hann gekk í Hvítárbakkaskóla og dvaldi einn vetur (1933-4) í Sviss. Kona hans, Áslaug Aðalheiður Steinsdóttir, var fædd 5. september 1907 á Spena í Austurdal í Miðfirði. Valgerður móðir hennar fæddist á Óspaksstöðum í Hrútafirði og faðirinn, Steinn Ásmundsson, var ættaður frá Snartartungu í Bitrufirði. Áslaug lést 11. júlí 1998. Þau hjónin eignuðust 4 dætur.

Þorsteinn gerðist bóndi um skamma hríð í Geirshlíðarkoti í Flókadal og síðan á Úlfsstöðum. Var þar fyrst búið í torfbænum gamla, en árið 1937 byggðu þau hjónin steinhús skammt frá gamla bænum. Það eyðilagðist í eldsvoða á nýársdag 1952. Eftir það reistu þau hið glæsilega hús, sem nú stendur á Úlfsstöðum og þar hófu þau meðal annars merkilegt brautryðjendastarf við ferðaþjónustu, sem þau ráku árin 1972-1981. Þar tóku þau á móti ferðamönnum frá öllum heimshornum, alls 15 löndum. Baðstofa torfbæjarins var tekin niður árið 1974 og var þá talin ein best varðveitta baðstofa á landinu. Hún er nú til sýnis í Safnahúsi Borgarfjarðar.

 

Þorsteinn stundaði alla tíð ritstörf og tileinkaði sér af gaumgæfni heimspekikenningar Dr. Helga Pjeturss. Hann stofnaði Félag Nýalssinna, sem lengi var vettvangur stuðningsmanna Dr. Helga og tók þátt í starfi þess eftir föngum. Um árabil, eða frá 1953 til 1972 var Þorsteinn ritstjóri Félagsblaðs Nýalssinna og ritaði jafnan mikið í blaðið. Þorsteinn lést 18. júlí 1991.

 

Það er við hæfi að minnast hjónanna á Úlfsstöðum og þeirra spora, sem þau mörkuðu með ævigöngu sinni og viðfangsefnum. Snorrastofu er heiður að því að geta boðið til slíkrar kvöldstundar og býður alla velkomna að njóta. Fyrirlestrakvöldið hefst kl. 20:30 og að venju verður boðið til kaffiveitinga og umræðna. Aðgangseyrir er kr. 500.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is