04. apríl. 2014 11:59
Á fundi L lista Samstöðu í Grundarfirði í gærkveldi var kynnt niðurstaða forvals sem ráðist var í vegna skipunar lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Samkvæmt upplýsingum Skessuhorns lýstu margir sig tilbúnir til þátttöku. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Í fyrsta sæti er Eyþór Garðarsson bæjarfulltrúi og sjúkraflutningamaður og færist hann upp um þrjú sæti frá síðustu kosningum. Í næstu þremur sætum eru nýliðar í sveitarstjórnarmálum. Berghildur Pálmadóttir, Hinrik Konráðsson og Elsa Björnsdóttir.
Listinn í heild sinni:
1. Eyþór Garðarson, bæjarfulltrúi og sjúkraflutningamaður,.
2. Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
3. Hinrik Konráðsson, fangavörður.
4. Elsa Björnsdóttir, ferðamálafræðingur.
5. Gunnar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri.
6. Sævör Þorvarðardóttir, fangavörður.
7. Þorbjörg Guðmundsdóttir, kennari.
8. Ólafur Tryggvason, umsjónarmaður fasteigna hjá FSN.
9. Guðrún Jóna Jósepsdóttir, fjármálastjóri FSN.
10. Bjarni Jónasson, vélstjóri.
11. Sólrún Guðjónsdóttir, framhaldsskólakennari.
12. Helena María Jónsdóttir, afgreiðslumaður í Lyfju.
13. Vignir Maríasson, vinnuvélastjóri.
14. Una Ýr Jörundardóttir, framhaldsskólakennari.