Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. apríl. 2014 08:01

Rekstrarafgangur Snæfellsbæjar meiri en áætlaður var

Síðastliðinn fimmtudag var ársreikningur Snæfellsbæjar fyrir árið 2013 lagður fram í bæjarstjórn. „Rekstur sveitarfélagsins var góður á árinu,“ segir í tilkynningu. Var rekstrarniðurstaðan nokkuð betri en áætlun gerði ráð fyrir, eða jákvæð um 165 milljónir króna af samstæðunni. Í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 61,4 milljón króna. Af A-hluta var hún jákvæð um 107,7 milljónir. Skuldahlutfall Snæfellsbæjar er 87,62% en samkvæmt sveitarstjórnarlögum má það ekki vera hærra en 150%. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.390 millljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi og er eiginfjárhlutfall nú 57,44% en var 57,50 árið áður. Heildar skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af reglulegum tekjum standa því nánast í stað.

 

 

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.847 milljónum króna, samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á 1.735 millj. króna. Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.460 millj. króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.387 millj. króna. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu 850,6 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins var 147 stöðugildi í árslok. Veltufé frá rekstri var 184 millj. króna og veltufjárhlutfall er 1,38. Handbært fé frá rekstri var 199 millj. króna.

 

Heildareignir bæjarsjóðs námu í árslok 3.333 millj. króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi 4.203 millj. króna. Heildarskuldir bæjarsjóðs námu 1.419 millj. króna og í samanteknum ársreikningi 1.813 millj. króna. Hækkuðu skuldir milli ára um 97 milljónir kr. Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 261,3 milljón í varanlegum rekstrarfjármunum og tók ný lán upp á 171,3 millj. króna. Greidd voru niður lán að fjárhæð 165,3 milljónir. Hægt er að nálgast ásreikninginn í heild sinni á heimasíðu Snæfellsbæjar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is