Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. apríl. 2014 10:07

Loðna gengin inn á Borgarfjörð

Gríðarlegt fuglalíf hefur verið við Borgarfjarðarbrú og á miðjum Borgarfirði síðan á laugardaginn. Þúsundir sjófugla eru nú í firðinum. Sterkar vísbendingar eru um að loðna sé gengin inn á fjörðinn en aðstæður þar eru mjög svipaðar og í marslok 2010 og svipað magn fugls sem sækir í veisluna. Í gærmorgun mátti finna sterka loðnulykt í Borgarnesi sem bendir til þess að loðnan sé byrjuð að drepast. Að sögn Sigurðar Már Einarssonar fiskifræðings í Borgarnesi er allar líkur á að um loðnu sé að ræða. Hrygning loðnu hefst um miðjan febrúar en er að mestu lokið um mánaðamótin mars og apríl. Helstu hrygningarsvæði loðnu við Ísland eru úti fyrir Suður- og Vesturlandi. Að hrygningu lokinni drepst nær öll loðna. Sigurður segir að loðnan sé mikil búbót fyrir þær mörgu tegundir fugla sem gæða sér á henni. Lífríkið í Borgarfirði mun því hagnast nokkuð á þessum búhnykk, en ekki skaðast.

Ekki eru mörg dæmi um það í seinni tíð að loðna gangi inn í Borgarfjörð með þessum hætti þó það hafi gerst 2010. Heimildir herma þó að um og eftir 1950 hafi verið algengt að finna dauða loðnu í fjörum við Borgarnes.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is