Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. apríl. 2014 08:01

Stúlkur sýna björgunarsveitarstarfi aukinn áhuga

Á aðalfundi Björgunarfélags Akraness sem haldinn var í Björgunarmiðstöðinni á Kalmansvöllum 2 Akranesi sl. fimmtudagskvöld, voru teknir fimm nýir félagar inn í sveitina. Fjórir af þessum fimm voru stúlkur og segir Þór Bínó Friðriksson formaður félagsins að stúlkur hafi sýnt björgunarsveitarstarfinu aukinn áhuga síðustu árin. „Það er gleðilegt að stelpurnar eru búnar að uppgötva að þetta er ekkert síður stelpu- en strákasport að vera í björgunarsveit. Við höfum alltaf þörf fyrir gott fólk,“ segir Þór Bínó. Nýliðar fá viðurkenningarskjal þegar þeir ganga inn í sveitina. Jafnframt undirrita þeir eiðstaf þar sem gengist er undir þær skyldur sem fylgja því að taka þátt í björgunarsveitarstarfi. Aðspurður segir Þór Bínó að árlega komi á bilinu fjórir til tíu nýliðar inn í björgunarsveitina. „Þetta er bæði endurnýjun og viðbót. Oft dregur fólk sig aðeins í hlé meðan það er í barneignum og stofnar heimili en kemur síðan inn af krafti aftur.“

 

 

 

Þór segir félaga í Björgunarfélagi Akraness um 220, þar af um helmingur á útkallsskrá. Við stjórnarkjör á aðalfundinum var Þór Bínó Friðriksson endurkjörinn formaður. Einnig voru Gísli S Þráinsson og Guðrún Birna Ásgeirsdóttir endurkjörin í stjórn og Björn Guðmundsson endurkjörinn í varastjórn. Inn í aðalstjórnina voru kosnir Sigurður Axel Axelsson og Kjartan Kjartansson og Silvía Lorenz sem varamaður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is