Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2014 11:01

Lesa Passíusálmana til minningar um fjórar konur

Af tilefni fjögurhundruð ára minningar Hallgríms Péturssonar (1614-1674), eins af höfuðskáldum Íslendinga, stendur rithöfundurinn, leikarinn og leikstjórinn Steinunn Jóhannesdóttir fyrir upplestri Passíusálmanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa, 18. apríl. Hallgrímur er hvað þekktastur fyrir Passíusálma sína sem eru íhugun um píslarsögu Jesú Krists, fimmtíu að tölu. Bænavers úr þeim hafa fylgt íslensku þjóðinni um aldir frá vöggu til grafar. Segja má að Steinunn sé orðinn sérfræðingur í lífi og störfum Hallgríms Péturssonar en hún hefur rannsakað líf og skálskap hans um árabil. Hún skrifaði meðal annars bækurnar Heimanfylgju um æsku Hallgríms og Reisubók Guðríðar Símonardóttur, sem spannar ævintýralegt lífshlaup eiginkonu hans ásamt leikritinu Heimur Guðríðar. Í báðum verkunum um Guðríði er Tyrkjaránið 1627 og afleiðingar þess meginviðfangsefnið.

Miklu veldur sá er upphafinu veldur

Fyrstu kynni Steinunnar af hjónunum Hallgrími og Guðríði voru fyrir þrjátíu árum „Ég lék Guðríði í Tyrkja-Guddu eftir sr. Jakob Jónsson í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Benedikts Árnasonar. Ég hef stundum sagt að miklu veldur sá er upphafinu veldur um það. Þetta hafði mikil áhrif á líf mitt enda varð ég hugfangin af persónu Guðríðar og sögu hennar í framhaldinu. Þarna má segja að okkar fyrstu kynni hafi verið,“ segir Steinunn í samtali við Skessuhorn. Á svipuðum tíma kynnist Steinunn þáverandi presti í Hallgrímskirkju í Reykjavík, sr. Karli Sigurbjörnssyni og Kristínu Guðjónsdóttur eiginkonu hans. „Í gegnum þau kynntist ég svo kirkjunni og kirkjustarfinu sem varð til þess að Kristín fékk mig til að tala um Guðríði á kvenfélagsfundi í kirkjunni vorið 1994. Karl mætti á fyrirlesturinn og hreyfst af pælingum mínum um Guðríði og vildi fá mig til að halda opinn fyrirlestur á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju sem ég gerði. Það leiddi til þess að ég var fengin til að skrifa nýtt leikrit um Guðríði. „Heimur Guðríðar. Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms“ var frumsýnt á Kirkjulistahátíð vorið 1995. Sú sýning gekk svo vel að hún var sýnd í fimm og hálft ár í fjölmörgum kirkjum víðsvegar um landið ásamt því að vera sýnd í London og Kaupmannahöfn. Tvær af þeim konum sem léku Guðríði í þessari sýningu munu lesa Passíusálmana ásamt mér og einni leikkonu til sem áður hefur flutt alla sálmana í heild sinni, þá í Seltjarnarneskirkju,“ útskýrir Steinunn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is