Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2014 01:23

Snæfellingar undirrituðu sáttmála um fyrsta svæðisgarðinn á Íslandi

Síðastliðinn föstudag var á Vegamótum á Snæfellsnesi undirritaður samstarfssáttmáli um stofnun og rekstur Svæðisgarðsins Snæfellsness, sem jafnframt er fyrsti svæðisgarður hér á landi. Að verkefninu standa sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, félagasamtök í atvinnulífi; búnaðarfélög, ferðamálasamtök, félag smábátaeigenda og eitt stéttarfélag. Svæðisgarður snýst um að koma á fjölþættu samstarfsneti aðila á svæðinu. Samstarfsaðilar gera sér far um að nýta sérstöðu Snæfellsness við uppbyggingu fjölbreyttara og styrkara atvinnulífs og þjónustu. Snæfellingar hyggjast nýta svæðisskipulag sem tæki í þeirri vinnu, þar sem sameiginleg sýn um auðlindir og þróun Snæfellsness er fest í sessi. Með svæðisgarði er horft til langs tíma og má með sanni segja að um merkilegt frumkvöðlaverkefni sé að ræða.

Byggðaþróunarmódel

Svæðisgarðurinn er framtak heimamanna og voru lögð drög að honum fyrir um tveimur árum. Afrakstur er samningur sem byggður er á langtímasýn og vilja til varanlegs samstarfs. Ráðgjafarfyrirtækið Alta aðstoðaði stofnaðila við mótun og undirbúning, Björg Ágústsdóttir var verkefnisstjóri og leiddi undirbúning ásamt stýrihópi sem skipaður er fólki af svæðinu. Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta stýrir gerð svæðisskipulags ásamt svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna, en Gretar D. Pálsson, bæjarfulltrúi Stykkishólmi, er formaður nefndarinnar.

 

Kristín Björg Árnadóttir bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ er ein þeirra sem sat í stýrihópnum og var síðan kjörin í framkvæmdastjórn svæðisgarðsins sl. föstudag. Kristín segir að tilgangurinn sé að auka breidd atvinnulífs og stuðla að betri lífsgæðum þeirra sem á Snæfellsnesi búa og laða að fólk, sérstaklega yngri kynslóðina. „Þetta er hreinræktað frumkvöðlaverkefni Snæfellinga, en í anda þróunar erlendis þar sem markviss svæðisbundin samvinna er nýtt til að efla svæði innan frá. Svæðisgarður er verkfæri til að ýta undir jákvæða þróun og búsetu, eins konar byggðaþróunarmódel, með áherslum sem heimamenn þróa út frá sínum aðstæðum,“ segir Kristín Björg.

 

Sjá ítarlega umfjöllun stofnun Svæðisgarðs á Snæfellsnesi í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær. Þar er m.a. rætt við nokkra fulltrúa þeirra aðila sem koma að stofnun garðsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is