Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. apríl. 2014 12:49

Tvö endurlífgunartæki afhent á Akranesi

Síðdegis í gær var athöfn í húsnæði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi þar sem tvö endurlífgunartæki, kölluð Lúkas, voru afhent formlega. Fram kom að neyðarhjálpar- og sjúkraflutningamenn á Akranesi sem voru í forsvari fyrir söfnuninni ætluðu í fyrstu að safna fyrir einu tæki. Þegar framlag barst hins vegar óvænt en strax fyrir tækinu, ákváðu þeir að safna fyrir öðru. Það fór á sama veg og þeir félagarnir Sigurður Már Sigmarsson sjúkraflutningsmaður og Guðjón Hólm Gunnarsson aðstoðarvarðstjóri hjá Neyðarlínunni sögðust hafa grátið af gleði yfir viðbrögðunum sem þeir fengu. Fyrirtækin sem gáfu af rausnarskap tækin voru annars vegar Skaginn hf og Þorgeir & Ellert og hins vegar Runólfur Hallfreðsson ehf. Það verður því sitthvor Lúkasinn sem verða til notkunar í tveimur fyrstu sjúkrabílunum sem fara í neyðarútköll á Akranesi. Stendur HVE á Akranesi eftir þetta langbest sjúkrastofnana á landinu hvað endurlífgunar- og hjartahnoðtæki varðar. Væðing sjúkrastofnana á þessum nauðsynlega búnaði er skammt á veg komin. Tækin eru til á Reykjanesi, Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu. Nú er verið að safna fyrir Lúkasi í Dalasýslu og í undirbúningi er söfnun á Snæfellsnesi.

 

 

Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá HVE, flutti við upphaf athafnarinnar í gær ávarp þar sem hann sagði frá söfnuninni og mikilvægi tækisins í sjúkrabílana. Sigurður Már sjúkraflutningsmaður sýndi síðan hvernig Lúkas vinnur, en tækið hjartahnoðar stöðugt með jöfnu álagi, mun jafnar og lengur en menn geta gert í sjúkrabílunum, enda er hjartahnoð erfitt og tekur á sjúkraflutningsmennina. Fram kom að stundum þyrfti að hjartahnoða upp 40 mínútur. Tvö fyrirtæki gáfu sitthvort tækið, sem hvort um sig kosta um tvær milljónir fyrir utan virðisaukaskatt.

 

Það voru Skaginn hf og Þorgeir og Ellert annars vegar og Runólfur Hallfreðsson ehf sem gáfu tækin á Akranesi. Fleiri fyrirtæki og einstaklingar veittu auk þess peninga til söfnunarinnar og verður því sem safnaðist umfram til kaupa á Lúkösunum tveimur, notað til kaupa á sendibúnaði sem verður tengdur þeim, sem tekur línurit og sendir gögn á næstu heilsugæslu og einnig á hjartagátt Landspítalans ef senda þarf sjúkling þangað svo sem í þræðingu. Fyrirtækin sem gáfu peninga auk fyrrgreindra fyrirtækja og einstaklinga eru: Bjarmar ehf, Neyðarlínan, Spölur ehf og Steðji ehf. Þeir sem að söfnuninni stóðu áttu varla til orð til að þakka gefendum í athöfninni á Akranesi sl. miðvikudag. Þeir létu jafnframt í frammi þá ósk að einnig myndi takast að væða aðrar hjúkrunarstofnarnir á svæði HVE Lúkusum, en söfnunin í Dölunum virðist ganga vel og í undirbúningi er söfnun á Snæfellsnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is