Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2014 10:02

Betri afkoma Grundarfjarðarbæjar en áætlað var

Fyrri umræða um ársreikning Grundarfjarðarbæjar fyrir síðasta ár fór fram á fundi bæjarstjórnar sl. miðvikudag. Þar kom fram að rekstrarniðurstaða ársins var talsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir. Samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var rekstrarniðurstaðan jákvæð upp á 24,6 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir 1,8 milljón króna afgangi. Rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 5,2 millj. kr. en rekstraráætlun gerði ráð fyrir halla upp á 15,8 milljónir króna. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 830 milljónir en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir tekjum upp á 822,1 milljón. Rekstrartekjur A hluta voru 703,3 millj. kr. en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrartekjum upp á 699,4 millj. kr. Heildargjöld bæjarsjóðs voru samkvæmd ársreikningi 805 milljónir.

Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 18,6% en 13,9% af A hluta. Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.468,9 millj. kr. og skuldahlutfall 173,1% en var 180,3% árið áður. Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi er 419,5 millj. kr. í árslok 2013 og eiginfjárhlutfall 22,2% en var 16,8% árið áður. Veltufé frá rekstri var 109,6 millj. kr. og handbært fé í árslok 63,6 millj. kr. en var 31,1 millj. kr. árið áður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is