Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. apríl. 2014 03:01

Einn vinsælasti staðurinn til ljósmyndunar illa farinn af átroðningi

Hið formfagra og vel myndaða Kirkjufell er rómað fyrir fegurð sína. Fjallið stendur við Grundarfjörð og er sannarlega bæjarprýði. Hróður þess berst enda víða og fleiri þúsund myndir hafa birst af því um allan heim á síðum ferðabæklinga og að sjáflsögðu á veraldarvefnum. Þetta veldur því að sífellt fleiri náttúruunnendur og ljósmyndarar leggja leið sína til Grundarfjarðar í þeim tilgangi beinlínis að berja fjallið augum. Á meðal ljósmyndara þykir vinsælt að mynda fjallið með Kirkjufellsfoss í forgrunni og hafa ótal fallegar myndir af þessu sjónarhorni birst. Það er þó einn hængur á. Graslendið í kringum fossinn, og þá sérstaklega fjær Kirkjufellinu, liggur nú undir skemmdum. Þar sem áður var gróin brekka er nú nær samfellt moldarsvað.

Gríðarlega mikil bílaumferð hefur verið eftir reiðveginum upp að fossinum. Því er vegurinn farinn að láta talsvert á sjá. Reiðvegurinn er einungis ætlaður hrossum eins og nafnið gefur til kynna. Oft hafa stórir hópferðabílar fullir af ferðamönnum farið eftir slóðanum. Hestamenn í Grundarfirði eru sérstaklega ósáttir með ástandið enda hefur nokkrum sinnum verið ófært fyrir þá sökum fjölmargra bílaleigubíla sem leggja þvers og kruss um veginn. Telja þeir að nú sé svo komið að eitthvað verði hreinlega að gera ef ekki eigi illa að fara.

 

Sigurbjartur Loftsson byggingafulltrúi Grundarfjarðarbæjar segir að ástandið við Kirkjufellsfoss sé hrikalegt en unnið sé að úrbótum. Segir hann að til standi að gera bílastæði fyrir ferðamenn og góðan og vel merktan göngustíg upp að fossinum. Einnig stendur til að girða fyrir ofan reiðveginn til varnar búfénaði. En ferli þetta er flókið og að mörgu að hyggja svo að vel eigi að takast. Nú þegar hefur Grundarfjarðarbær látið loka tveimur slóðum að fossinum og fækkað þannig valmöguleikum ferðamanna sem hyggjast aka þangað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is