Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. apríl. 2014 10:01

Safna fyrir tæki sem getur bjargað lífum

Sjúkraflutningamenn HVE í Búðardal hafa ásamt Lionsklúbbi Búðardals hafið söfnun fyrir sjálfvirku hjartnahnoðbretti til að hafa í sjúkrabílum á svæðinu. Framleiðandi tækisins hefur nefnt það Lúkas en þar er verið að vísa í að tækið jafngildir viðbótar manni við endurlífgun. Tækið sér algjörlega um hjartahnoð án þess að þreytast eða vera fyrir öðrum við endurlífgunina. Neyðarflutningamenn á Akranesi söfnuðu nýverið fyrir samskonar tæki, líkt og Skessuhorn greindi frá í síðasta mánuði. Sjúkraflutningamenn á landsbyggðinni þurfa stundum að beita hjartahnoði við erfiðar aðstæður sem getur bitnað á gæðum hjartahnoðsins. Þeir þurfa oftar en ekki að flytja sjúklinga langa leið og þá skiptast tveir á um að hnoða. Tækið tryggir aftur á móti jafnt og stöðugt hjartahnoð.

Eyþór Gíslason sjúkraflutningamaður í Búðardal sagði í samtali við Skessuhorn að það gæti skipt sköpum við endurlífgun að hafa slíkt tæki við höndina. „Við þjónustum mjög stórt svæði. Meðaltími sjúkraflutnings með sjúkling eru um það bil tveir og hálfur tími þó að algengastur sé tveggja tíma akstur. Ef við metum aðstæður þannig, gætum við keyrt á móti þyrlu og tækið gæti skipt sköpum í slíkri ákvarðanatöku. Þetta myndi því hjálpa til við erfiðar ákvarðanir og auðveldað flutning á sjúklingum sem þurfa á hjartahnoði að halda. Þá getum við sem sjúkraflutningamenn einbeitt okkur að öðrum hlutum, svo sem súrefnis- og lyfjagjöf,“ sagði Eyþór.

 

Lúkas er kominn í sjúkrabíla á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Suðurnesjum og verður von bráðar einnig til á Akranesi. Á öllum þessu stöðum hafa fyrirtæki, félög og einstaklingar lagt fram fé til kaupanna. „Lionsmenn hafa opnað reikning og ætla að styrkja okkur í leiðinni. Við sjúkraflutningamennirnir ætlum svo að fara í fyrirtæki og á kaffistofur á kaffitímum. Ætlunin er að kynna tækið á næsta fundi Lionsklúbbsins og á fundi hjá sveitarstjórn Dalabyggðar. Söfnunin gekk vel á Akranesi og við ákváðum að byrja að safna í framhaldi af því. Það er nauðsynlegt að fá Lúkas á okkar svæði, við erum oft bara fáir. Við erum bara tveir í bílnum og lítum svo á að það sé ekki síður þörf á svona tæki í fámenninu. Í bænum eru jafnvel fjórir sjúkrabílar sendir á staðinn ef um hjartastopp er að ræða en hér eru bara tveir sjúkraflutningamenn á vakt.“

 

Tæki sem þetta kostar tvær og hálfa milljón króna og leita þeir félagar nú til fyrirtækja, stofnana, félaga og einstaklinga með ósk um styrki til kaupa á hjartahnoðtæki og óska eftir góðum undirtektum. Allt til að sjúklingar fái sem best hjartahnoð á erfiðum ferðalögum. Söfnunarreikningur fyrir tækinu er: 312-13-110023. Kt: 530586-2359.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is