Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. apríl. 2014 10:01

Skagahjartað mun slá örar í sumar

Óvíða er hefðin fyrir fótboltanum jafn sterk og á Akranesi. Sagt hefur verið að gengið í fótboltanum hafi mikil og greinileg áhrif á bæjarsálina. Sumir hafa meira að segja viljað ganga enn langra í þessari greiningu og sagt að fylgni sé á milli gengi þjóðarbúsins íslenska og í knattspyrnunni á Akranesi. Það er fótboltasagnfræðingur Skagamanna Jón Gunnlaugsson sem hefur haldið þessu fram nokkuð sannfærandi að mörgum finnst. Reyndar hefur Jón í þessum kenningum sínum einkum miðað við karlaliðið af Akranesi. Núna er staðan reyndar þannig í fótboltanum í bænum að það verða konurnar sem spila í Pepsídeildinni næsta sumar, en ekki karlarnir. Þeir verða að gera sér að góðu að spila í 1. deild. Skagakonur unnu sæti í Pepsídeildinni síðasta haust þegar þær urðu í öðru sæti í deildinni á eftir Fylki sem sigraði í úrslitaleiknum. ÍA mætir einmitt Fylki í fyrsta leik í deildinni miðvikudaginn 14. maí nk. á Akranesvelli. Áður mætast liðin í Lengjubikarnum í Akraneshöllinni. ÍA hefur staðið sig vel í þeirri keppni enn sem komið er. Hefur unnið tvo efstudeildarlið sannfærandi, fyrst FH 2:1 og síðan Aftureldingu 3:2, þar sem sigurinn átti að vera mun stærri.

Góður mórall grundvallaratriði

Magnea Guðlaugsdóttir þjálfar meistaraflokk kvenna hjá ÍA núna líkt og í fyrra. Aðspurð hvort að athygli fótboltaáhugamanna á Skaganum muni beinast að kvennaliðinu í sumar, þegar það spilar í efstu deild, segist hún vonast til þess að fólk fjölmenni á leiki og hvetji liðið. „Stelpurnar eru alla vega búnar að leggja gríðarlega mikið á sig í vetur og það er hópur í kringum liðið sem mætir á leikina og styður og hvetur liðið. Ég vona að það smiti út frá sér til fleiri. Við ætlum okkur að setja okkar mark á Pepsídeildina í sumar, ætlum ekki að hverfa þar. Við stefnum að því að verða spútnikliðið í deildinni og stríða bestu liðunum. Til að það takist þá þurfum við númer eitt að vera í mjög góðu formi og að mórallinn í liðinu sé góðu. Góður mórall er forsenda til að lið geti spilað vel og það leynir sér ekkert í spilamennskunni þegar mórallinn er góður. Ef hann verður góður hjá okkur verðum við æðilegar,“ segir Magnea og brosir.

 

Lesa má viðtal við Magneu Guðlaugsdóttur þjálfara kvennaliðs ÍA í knattspyrnu í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is