Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2014 04:18

Var með seinustu landpóstunum sem flutti póstinn á hestum

Ein af grunnþjónustunni í landinu er póstþjónustan og gerðar eru miklar kröfur um hana. Fólk vill fá póstinn sinn helst daglega og engar refjar. En það er ekki langt síðan póstdreifing var miklu sjaldnar og það sem meira er að það er styttra en marga grunar frá því að pósturinn sinnti sínum ferðum á hestum. Skessuhorni var bent á mann í Dalasýslu sem líklega hefur verið með seinustu landpóstunum sem fóru á hestum í póstferðir. Þetta er Jóhann Sæmundsson sem síðustu ár hefur búið á Ási í Laxárdal skammt sunnan Búðardals. Jóhann var landpóstur árin 1956-´65. Hann bjó þá í Saurbænum og sinnti póstferðum á Strandahringnum sem kallaður er. Þá er farið suður Svínadalinn og um Fellsströndina, fyrir Klofning á Skarðsströndina í Saurbæinn. Jóhann fór reyndar sínar ferðir að mestu leyti á Willysjeppa, en að vetrinum þurfti hann að vera tilbúinn með tvo hesta á járnum til að sinna póstþjónustunni. Föðurbróðir Jóhanns, Guðjón Guðmundsson, var landpóstur í nokkur ár á undan honum. Hann, sem og margir forverar Jóhanns í landpóstinum, sinntu sínum ferðum og fóru Ströndina fram og til baka hálfsmánaðarlega, en þegar Jóhann tók við 1956 voru póstferðirnar orðnar vikulegar.

Nokkru eftir að Jóhann hætti sem landpóstur tók við starfinu á Strandahringnum yngri bróðir hans, Kristján Sæmundsson á Neðri-Brunná. Kristján var landpóstur frá 1981 til 2012. Póstsstarfið hefur því haldist nokkuð í fjölskyldunni. Þegar Guðjón byrjaði póstferðir var ein á brúuð þessa leið og í miklum vatnavöxtum gat þurft að sæta sjávarföllum og fara niður á fjörur.

 

Af fátæku fólki

Þegar blaðamaður Skessuhorn heimsótti Jóhann, sem orðinn er hálfníræður, í Ás á dögunum sagðist hann hafa fæðst 16. október 1928 á hinum forna kirkjustað Búðardal á Skarðsströnd. Foreldrar hans voru þau Margrét Jóhannsdóttir f. 1898 ljósmóðir og Sæmundur Guðmundsson f. 1889. Þau kynntust þegar þau voru vinnuhjú á Staðarfelli hjá Þorsteini Þorsteinssyni sýslumanni. Síðar voru þau í eitt ár, 1928-1929, í húsmennsku í Búðardal á Skarðsströnd. „Móðir mín var í Ljósmæðraskólanum 1926-27 en árið 1929 fékk hún ljósmóðurstarfið í Saurbæ í Dalasýslu. Þau bjuggu því fyrst í Hvammsdalskoti en þar sem þau voru fátæk fengu þau ekki að vera þar nema í eitt ár því jarðareigandinn treysti þeim ekki til þess að greiða leigu til framtíðar. Því fluttu þau í húsmennsku í Tjaldanes og voru þar í eitt ár, síðan að Bjarnastöðum og bjuggu þar fram til 1945 er þau keyptu jörðina Neðri-Brunná.“

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is