Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. apríl. 2014 09:01

Grásleppukarlar horfa til vertíðar með ugg í brjósti

Mikið verðfall blasir nú við grásleppusjómönnum. Þetta veldur þeim þungum áhyggjum. Þeir telja að lækkunin nú bæti gráu ofan á svart því verðið lækki mikið frá í fyrra og var þó lágt þá. Komandi vertíð veldur sjómönnum áhyggjum þar sem fullkomin óvissa ríkir um markað fyrir hrognin. Talið er að margir sjómenn muni hreinlega láta hjá líða að stunda grásleppuveiðar í vor þar sem þær svari ekki kostnaði.

 

 

Fjórðungs verðfall miðað við í fyrra

Valentínus Guðnason í Stykkishólmi gerir út smábátinn Friðborgu SH. Hann á sæti í svokallaðri grásleppunefnd Landssambands smábátaeigenda þar sem fjallað er um hrognkelsaveiðarnar.  „Það er óvissustaða varðandi verðlagsmálin á grásleppunni og þá helst hrognunum sem eru jú aðal verðmætin. Verðið sem okkur er boðið núna er 25 prósentum lægra en í fyrra. Ofan á það kemur síðan að veiðidögum fjölgar ekki frá síðasta ári. Okkur þótti að hungurmörkin á þessum veiðiskap væru í fyrra. Þá var verðið 200 krónur fyrir kílóið af óslægðri grásleppu. Nú eigum við að fá milli 150 og 160 krónur fyrir kílóið af henni,“ segir hann.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is