Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. apríl. 2014 12:01

Inga Elín vann fern verðlaun á Íslandsmeistaramótinu

Sundkonan Inga Elín Cryer frá Sundfélagi Akraness sópaði að sér verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug í Reykjavík um síðustu helgi. Inga Elín varð Íslandsmeistari í 400m og 800m skriðsundi, þar sem hún sigraði með nokkrum yfirburðum. Bætti hún tímann sinn í 400m um 5 sekúndur frá síðasta móti og um 4 sekúndur í 800m. Inga Elín vann einnig gull í 4x200m og silfur í 4x100m boðsundi í skriðsundi. Afrakstur helgarinnar voru því þrjú gullverðlaun og ein silfurverðlaun.

Það er því ljóst að Inga Elín er nálgast nú sitt gamla form en hún hefur verið að jafna sig eftir erfiðar kjálkaaðgerðir sem hún fór í fyrir rúmu ári. Tekur um það bil eitt og hálft til tvö ár að ná fyrri styrk eftir jafn erfiðar aðgerðir og hún fór í. Framundan hjá Ingu Elínu er franska meistaramótið í byrjun júlí og svo hefur hún sett stefnuna á að ná lágmörkum fyrir HM-25 sem haldið verður í desember á þessu ári. Það verður því nóg að gera hjá þessari fræknu sundkonu á næstunni sem vildi nota nota tækifærið til að þakka Skagamönnum stuðninginn í sundinu á liðnum misserum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is