Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. apríl. 2014 12:01

Níutíu ára kaupsamningur felldur úr gildi

Í nýlegum dómi Hæstaréttar er afréttarland sem selt var út úr jörðinni Króki í Norðurárdal til Upprekstrarfélags Þverárréttar 1924 dæmt af núverandi eiganda landsins, sveitarfélaginu Borgarbyggð. Rétturinn dæmir svo á grundvelli þess að kaupsamningi hafi aldrei verið þinglýst og skráðum eiganda ekki tekist að færa sönnur á eignarhefð. Hæstiréttur dæmir samninginn frá 1924 þar með ógildan og snýr við niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands sem dæmdi Borgarbyggð í vil í málinu. Í dómsniðurstöðu Hæstaréttar segir m. a: „Viðurkennt er að sá hluti jarðarinnar Króks í Borgarbyggð, landnúmer 134817, sem óþinglýstur samningur Brynjólfs Bjarnasonar og Upprekstrarfélags Þverárréttar 26. maí 1924 tekur til, sé eign áfrýjanda, Gunnars Jónssonar. Stefndi, Borgarbyggð, greiði áfrýjanda samtals 1.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.“ Gunnar Jónsson núverandi eigandi Króks keypti jörðina 1990. Umrætt þrætuland var þegar fyrir 90 árum, þegar samningar voru gerðir, afmarkað ofan afréttargirðingar Norðdælinga eins og segir í dómsskjölum.

 

 

Páll S Brynjarsson sveitarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn ljóst að þessi dómur myndi þýða aukinn kostnað vegna uppresktrar,- beitar- og girðingarmála.

 

Afréttarnefnd fundaði fimmtudaginn 10. apríl sl. vegna málsins. Skoðun nefndarinnar er að 90 ára beitarnýting á landinu hafi skapað hefð á beitarrétti. Minnisblað þessa efnis var lagt fyrir fund byggðarráðs Borgarbyggðar sl. miðvikudag þar sem lögfræðingi sveitarfélagsins var falið að ræða við lögmann eigenda Króks um framhald málsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is