Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2014 10:01

Sárafáir iðnnemar á Snæfellsnesi

Um þessar mundir er að fara af stað í Norðvesturkjördæmi viðamikið átaksverkefni til eflingar stafstengdu námi. Hörður Baldvinsson kennari í FVA og Stóriðjuskólanum er verkefnisstjóri fyrir átakinu. Hörður hefur vegna verkefnisins gert athugun á fjölda iðnnema á Vesturlandi þessi misserin. Í ljós kom að á sumum svæðum eru ótrúlega fáir iðnnemar. Þetta er einkum áberandi á sjávarútvegsvæðinu Snæfellsnesi. Í Snæfellsbæ eru tveir iðnnemar, einn í Ólafsvík og annar á Hellissandi. Í Grundarfirði er einn iðnnemi og tveir í Stykkishólmi. Staðan er betri á öðrum svæðum, en þó ekki góð. Á Akranesi eru 18 iðnnemar, 8 í Borgarnesi og þrír í Búðardal. Hörður segir að lögð verði sérstök áhersla á það núna að fjölga menntuðu fólki í mannvirkjagreinum og véltæknigreinum.

Háskólinn á Bifröst ber ábyrgð á verkefninu gagnvart mennta- og menningarmálaráðuneyti en framkvæmd þess verður unnin í náinni samvinnu við símenntunarmiðstöðvar og framhaldsskóla í kjördæminu. Í kynningu á verkefninu segir m.a. að Norðvesturkjördæmi sé einstaklega auðugt af öflugum fræðslustofnunum, en þar eru m.a. starfandi þrjár símenntunarmiðstöðvar, fimm framhaldsskólar og þrír háskólar auk háskólasetra. Þrátt fyrir það er menntunarstig í kjördæminu umtalsvert lægra en á landsvísu samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Svæðið hefur þó alla burði til að hækka menntunarstigið.

 

Umfjöllun um verkefnið og viðtal við Hörð má lesa í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kemur út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is