Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. apríl. 2014 03:01

Það er áhugamálið sem sameinar okkur

Þeir eru margir vorboðarnir í hugum fólks. Kannski er einn af þeim þegar flokkar vélhjólafólks á glæstum fákum sínum birtast út á strætum og vegum í hópkeyrslu. Þetta hefur stundum gerst á sumardaginn fyrsta og einnig á fyrsta maí. Bifhjólaklúbbar eru starfandi í mörgum bæjum og héruðum í landinu. Hér á Vesturlandi eru Raftarnir í Borgarfirði einna þekktastir. Á Akranesi er klúbbur sem minna hefur farið fyrir en Röftunum, það er Bifhjólafélagið Skuggar. Það félag var formlega stofnað 2006, að sögn Freys Breiðfjörð Garðarssonar oddvita Skugganna. Virkir félagar eru milli 15 og 25 en alls hafa verið á skrá hjá félaginu frá stofnun 64. „Þetta er ákveðinn kjarni í félaginu sem eru virkur og svo koma hinir og fara af ýmsum ástæðum. Þetta gengur svolítið í bylgjum hjá sumum með áhugann og svo er fólk að selja hjólin og ýmislegt í gangi,“ segir Freyr.

 

Fyrsta hjólið var algjört brak

Sjálfur segist Freyr hafa haft mótorhjólaáhugann frá blautu barnsbeini. Freyr átti heima í Ólafsvík fyrstu fjögur ár ævinnar en flutti síðan með foreldrum sínum á Akranes og hefur búið þar síðan. „Ég var í kringum tvítugt þegar ég eignaðist fyrsta hjólið. Það var reyndar algjört brak þegar ég keypti það, Yamaha XS 250 SE, árgerð ‘80 eitthvað og ég gerði það upp frá a til ö,“ segir Freyr. Núna á hann Honda VTX 1800 C. Hann segir að það sé mjög kraftmikið hjól. 

 

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Skessuhorns sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is