Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. apríl. 2014 08:01

Lifum af því sem við öflum og kvörtum ekki

Þrátt fyrir mikla byggðaröskun í landinu og breytingar í atvinnuháttum, m.a. samdrátt í landbúnaði, virðast einstaka byggðarlög í landinu halda nokkuð sínu. Ekki er úr vegi að nefna Dalina í þessu sambandi. Þar virðist nýliðun ganga ágætlega í bændastétt og sauðfjárrækt stendur óvíða í meiri blóma en í Dölunum. Líklega er þetta einfaldlega vegna þess að í Dölunum er einstaklega búsældarlegt. Þegar rýnt er í Íslandssöguna virðist líka sem að framan af öldum hafi helstu höfðingjar og skörungar landsins valið sér búsetu í Dölunum. Væntanlega vegna þess að þar hefur verið betra að búa en víða annars staðar. Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Dölunum á dögunum, nánar tiltekið í Hvammssveitinni, kom hann við hjá ungum bændum sem taka virkan þátt í kröftugu samfélagi bænda á svæðinu. Þetta eru ungu hjónin Jón Egill Jóhannsson og Bjargey Sigurðardóttir sem búið hafa á Skerðingsstöðum í 17 ár. Þau tóku við búskap af foreldrum Jóns Egils, Jóhanni Oddi Elíassyni og Ragnheiði Huldu Jónsdóttur, sem einnig búa í sínu húsi á Skerðingsstöðum. „Helst ætti eitt par af ömmum og öfum að vera „staðalbúnaður“ á hverju sveitaheimili,“ segir Jón Egill brosandi og bætir við. „Við byrjuðum á að taka við sauðfénu fyrir 17 árum og tókum síðan við kúabúskapnum haustið 2008.“

Þau Jón Egill og Bjargey eiga fjögur börn á aldrinum sjö til átján ára. Kynslóðirnar koma því hver af annarri á Skerðingsstöðum eins og víðar í Dölunum og fjölskyldur rúmlega í vísitölustærð.

 

Lesa má viðtal við bændurna Jón Egil Jóhannsson og Bjargey Sigurðardóttir á Skerðingsstöðum í Dölum í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is