Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. apríl. 2014 09:01

Vilja ljósleiðara um Dalabyggð

Á fundi sínum þriðjudaginn 15. mars sl. lagði sveitarstjórn Dalabyggðar fram bókun þar sem hún hvetur til þess að Póst- og fjarskiptastofnun hefjist þegar í stað handa við gerð áætlunar um ljósleiðaravæðingu landsins alls. Í bókuninni segir að miðað við fyrirliggjandi gögn ætti að vera raunhæft að tengja þá 1.700 staði/lögheimili sem liggja utan svokallaðra markaðssvæða á fimm árum. Sveitarstjórn Dalabyggðar telur að þessir staðir ættu að njóta forgangs fram yfir þéttbýlli svæði sem líkur eru til að fjarskiptafyrirtæki tengi á markaðsforsendum á næstu árum. Sveitarstjórn telur eðlilegt að sett verði kostnaðarhámörk á alþjónustuhafa ásamt notenda- og jöfnunarsjóð og að ekki sé gert ráð fyrir aðkomu sveitarfélaga enda málaflokkurinn á forræði ríkisins.

Umræðan á fundi sveitarstjórnar fór fram í kjölfar þess að Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt umræðuskjal á heimasíðu sinni. Það er um framtíðarfyrirkomulag alþjónustu varðandi þá skyldu innan alþjónustu, að útvega tengingu við almenna fjarskiptanetið. Stofnunin óskar eftir athugasemdum við skjalið fyrir 23. apríl nk. Í bókun sveitarstjórnar Dalabyggðar segir einnig að fyrir liggi að Rarik ohf. vinni að því að koma dreifikerfi sínu í jörð og hvetur sveitarstjórn ríkisstofnanir og félög í ríkiseigu að taka höndum saman og leita hagkvæmra leiða til að koma fjarskipta- og rafmagnsmálum dreifbýlisins í gott horf. Það sé hægt, til dæmis með því að sameinast um lagningu jarðstrengja.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is