Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. apríl. 2014 02:01

Vilja selja Borgarbraut 57 og 59

Forsvarsmenn félagsins Gests ehf., feðgarnir Óli Jón Gunnarsson og Bergþór Ólason sem jafnframt eru eigendur Loftorku í Borgarnesi, hafa óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið Borgarbyggð um möguleg kaup sveitarfélagsins á eignum við Borgarbraut 57 og 59. Eignirnar eru í eigu Gests ehf. Óli Jón mætti á fund byggðarráðs vegna þessa sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag. Samþykkt var á fundinum að fela Páli S Brynjarssyni sveitarstjóra að ganga til viðræðna um möguleg kaup sveitarfélagsins á eignunum. Páll sagði í samtali við Skessuhorn að væntanlega myndi það koma í ljós á næstunni hvort um semst um verð á eignunum. Páll sagði umrætt svæði mjög mikilvægt sveitarfélaginu, enda er það skipulagt sem miðbæjarsvæði og á áberandi stað í hjarta Borgarness. Fyrir dyrum stæði að gera deiliskipulag fyrir svæðið, en Borgarbyggð skipaði á síðasta ári vinnuhóp sem móta á tillögu að nýju deiliskipulagi svæðisins.

Umræddar eignir keypti Gestur ehf. fyrir tæpum tveimur árum en þá var áætlað með tíð og tíma að fá samstarfsaðila til liðs um uppbyggingu á svæðinu. Engin starfsemi hefur verið á umræddum eignum frá því að starfsemi skemmtistaðarins B57 var hætt, utan þess að Loftorka hefur nýtt húsið Borgarbraut 57 sem geymslu. Óli Jón Gunnarsson sagðist í samtali við Skessuhorn ekki geta tjáð sig um væntanlegar viðræður sem sveitarstjóri myndi leiða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is