Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. apríl. 2014 12:01

Telur sig beittan órétti af samgönguyfirvöldum

Ásgeir Einarsson atvinnubílstjóri á Akranesi er afar ósáttur við stranga túlkun á reglum um hvíldartíma flutningabílstjóra. Hann hefur verið dæmdur til greiðslu 80 þúsund króna sektar vegna þess að hann lenti óvænt í erfiðum aðstæðum vegna ófærðar á leiðinni frá sunnanverðum Vestfjörðum, um Vesturland til Keflavíkurflugvallar haustið 2012. Hann var þá að flytja fisk sem átti að fara með fraktflugi til kaupenda erlendis. Stjórnvöld tóku hvergi til greina óskir hans um að málið yrði fellt niður vegna aðstæðna.

 

Tafðist á leið suður

Málvextir eru þeir að Ásgeir var að aka með lax frá Patreksfirði til Keflavíkurflugvallar að kvöldi og aðfaranótt 15. og 16. október 2012. Á leiðinni þarf að fara yfir erfiða vegi sem oft liggja hátt yfir sjó þar sem gætir ófærðar. Vegurinn vestan frá Patreksfirði liggur meðal annars um Kleifaheiði, Klettháls, Ódrjúgsháls, Hjallaháls, Svínadal og Bröttubrekku. Það var slæmt veður að kvöldi 15. október. Ásgeir tafðist og gat ekki tekið lögbundin stopp vegna fylgdar snjóruðningstækja sem voru að ryðja fjallvegina.

 

Þegar Ásgeir kom loks til Reykjanesbæjar kom í ljós við eftirlit Vegagerðarinnar að hann taldist hafa ekið eina klukkustund og 48 mínútur fram fyrir leyfilegan hámarkstíma án hvíldar. Samkvæmt reglugerð eiga atvinnubílstjórar á flutningabílum að gera hlé í að minnsta kosti 45 samfelldar mínútur eftir akstur í fjóra og hálfa klukkustund. Þetta hafði Ásgeir ekki gert. Hann var kærður fyrir brot á umferðalögum og gert að greiða 80 þúsund krónur í sekt, eða 60 þúsund ef hann borgaði fyrir ákveðna dagsetningu.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is