Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. apríl. 2014 08:01

Góður árangur sundfólks af Akranesi

Árangur sundfólks frá Sundfélagi Akraness á IM 50 í ár var mun betri en á síðasta ári. Í ár voru sundmenn í úrslitum átta keppnisgreina og náðu þrisvar sinnum á verðlaunapall. Ágúst Júlíusson varð Íslandsmeistari í 50 metra flugsundi á nýju Akranesmeti 25,37 sek. Þá vann hann silfurverðlaun í 100 metra flugsundi. Ágúst var sex hundraðshlutum frá Akranesmeti í 50 metra skriðsundi, sem hann á sjálfur.

Sævar Berg Sigurðsson vann til sinna fyrstu verðlauna á Íslandsmeistaramóti er hann nældi sér í bronsverðlaun í 200 metra bringusundi eftir sjö sekúndna bætingu milli móta sem er frábær árangur. Atli Vikar Ingimundarson var einungis einum hundraðshluta úr sekúndu frá Akranesmeti í 100 metra skriðsundi pilta. Aðrir sundmenn SA voru einnig að standa sig vel og sýndu mikla bætingu, bæði persónulega en einnig í boðsundum hjá kvennasveitinni.  Brynhildur Traustadóttir var eini keppandinn frá SA sem var að taka þátt í fyrsta sinn á Íslandsmeistaramóti og gekk henni mjög vel. Bætti hún tíma sína verulega á þessu fyrsta stórmóti.

 

 

Þá skal að lokum leiðrétt frá því í frétt Skessuhorns í síðustu viku að Inga Elín Cryer fjórfaldur Íslandsmeistari í 50 m laug æfir og keppir fyrir Ægi, en ekki fyrir Sundfélag Akraness. Beðist er velvirðingar á missögn þar að lútandi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is