Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðdegi. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. apríl. 2014 10:30

Haldið upp á 25 ára afmæli FEBAN

Mikil afmælisveisla var haldin í Grundaskóla á Akranesi á sumardaginn fyrsta. Þar var fagnað 25 ára afmæli Félags eldri borgara á Akranesi og nágrennis, FEBAN. Félagið var stofnað 5. febrúar 1989, en þar sem það er mjög fjölmennt, telur um 640 félaga, þurfti stórt húsnæði fyrir afmælisfagnaðinn. Afmælinu var fagnað með matarveislu, skemmtiatriðum og ávörpum. Gestir FEBAN fólks voru fulltrúar frá helstu samstarfs- og vinafélögum; frá FEBNN í Borgarnesi og FBK í Kópavogi auk fulltrúa frá Akraneskaupstað. FEBAN bárust höfðinglegar gjafir í tilefni tímamótanna. Veislustjóri var Gísli S Einarsson fyrrverandi bæjarstjóri og honum til aðstoðar var Ketill Bjarnason. Saman leiddu þeir fjöldasöng og spiluðu undir í gömlu dönsunum. Sveinn Arnar Sæmundsson sá um dinnermúsíkina. Meðal skemmtiatriða var danssýning hjá þjóðdansasveitinni Sporinu í Borgafirði, Þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi flutti nokkur lög og línudanshópur úr FEBAN sýndi listir sínar, Hljómur, kór eldri borgara á Akranesi, söng og leyninúmerið var síðan söngur Lárusar Skúlasonar skipaverkfræðings hjá Þorgeir & Ellert.

ngimar Magnússon formaður FEBAN setti hátíðina. Í ávarpi sínu las hann úr fundargerð frá stofnfundi félagsins 5. febrúar 1989. Að öðru leyti rakti hann ekki sögu félagsins, enda nýútkomið afmælisblað FEBAN þar sem sögunni og starfseminni í dag eru gerð allítarleg skil.

 

Félagsmenn mjög virkir

Ingimar Magnússon frá Tálknafirði hefur verið formaður FEBAN síðan 2011. Hann er einn margra Vestfirðinga sem fluttu á Akranes til starfa og framtíðarbúsetu. Hann segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun að gefa kost á sér í stjórn FEBAN. „Mjög svo,“ segir Ingimar þegar hann er spurður um hvort hann hafi haft ánægju og gleði af félagsskapnum í FEBAN og af störfum fyrir félagið. Hann segir styrk félagsins hve margir félagsmenn eru virkir og tilbúnir að leggja félaginu lið. Það gildi ekki aðeins um þann stóra hóp sem starfar í nefndum og stjórnum félagins, heldur líka annað félagsfólk.

 

Starfið í jafnvægi frá ári til árs

En hvenær var það sem Ingimar gerðist félagi í FEBAN? „Fljótlega eftir að við hjónin höfðu aldur til, eða upp úr sextugu, gerðumst við félagar. Við tókum hins vegar lítið þátt í félagsstarfinu fyrstu árin meðan við vorum ennþá á vinnumarkaðinum. Fljótlega eftir að ég fór að taka þátt í starfi félagsins var ég kosinn í stjórnina. Strax frá upphafi hafði ég gaman af því að sinna stjórnarstörfum og starfa fyrir félagið. Andinn er mjög góður í félaginu og eins og ég segi, þá eru margir tilbúnir að leggja lið starfinu í félaginu. Starfsemin er mjög fjölbreytt og úr ýmsu að velja fyrir fólk. Það er gott jafnvægi í starfinu hjá okkur og þátttöku fólks. Afþreyingin og dægradvölin er fastmótuð frá ári til árs, þótt nokkrar nýjungar hafi komið inn í starfið um árin. Kannski vill fólk sem er að ganga í félagið í dag einhverjar breytingar og þá er sjálfsagt að það hafi orð á því. FEBAN er fjölmennt og öflugt félag og ég sé ekki annað en það verði til í mörg ókomin ár,“ segir Ingimar Magnússon formaður FEBAN.

Sem kunnugt er var nýlega gengið frá því að FEBAN fengi framtíðar félagsaðstöðu. Það var við kaup Akraneskaupastaðar á ÞÞÞ húsinu við Dalbraut, sem fyrirhugað er að breyta í þjónustumiðstöð fyrir aldraða.

 

Það skal tekið fram að frásögn og myndir úr afmæli FEBAN munu birtast í Skessuhorni sem kemur út 7. maí nk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is