Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2014 06:01

Á annað hundrað nemenda stundar iðnnám á Vesturlandi

Skessuhorn fjallaði í síðustu viku um tilraunaverkefni um eflingu menntunar í Norðvesturkjördæmi. Þar var rætt við Hörð Baldvinsson verkefnisstjóra hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands sem vinnur að verkefninu. Í viðtalinu var vísað í athugun Harðar á fjölda iðnnema í landshlutanum þar sem greint var frá því að á sumum svæðum væru ótrúlega fáir iðnnemar. „Þetta er áberandi á sjávarútvegsvæðinu Snæfellsnesi. Í Snæfellsbæ eru einungis tveir iðnnemar, einn í Ólafsvík og annar á Hellissandi. Í Grundarfirði er einn iðnnemi og tveir í Stykkishólmi. Staðan er betri á öðrum svæðum, en þó ekki góð. Á Akranesi eru 18 iðnnemar, átta í Borgarnesi og þrír í Búðardal,“ var haft eftir Herði í umfjölluninni. Fjöldi iðnnema eru þó meiri en þessar tölur gefa til kynna, því hér var einungis átt við iðnnema á samningi á þessum svæðum. Fjöldi iðnnema er hins vegar meiri og segir Jens B. Baldursson, aðstoðarskólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í samtali við Skessuhorn, að þeir séu nú sem dæmi 155 hjá skólanum. Sumir þeirra eru á samningi en fæstir eru komnir á samning.

„Af þessum eru 43 í rafvirkjun, 70 í vélvirkjun, þar af 26 í dreifnámi og 27 í húsasmíði. Þess utan eru 15 nemendur í tækninámi á almennri námsbraut sem síðan greinist í húsasmíði og vélsmíði. Kynjahlutfallið er síðan 151 karl á móti 4 konum,“ segir Jens sem bendir á að allar líkur séu á því að einhverjir Vestlendingar stundi iðnnám utan landshlutans, t.d í greinum sem ekki eru kenndar hér eins og pípulögnum. Jens bætir því við að það sé hins vegar rétt að of fáir stundi iðnnám í dag miðað við það sem gerðist fyrir nokkrum árum. Ungt fólk sem hefur nýlokið grunnskóla velur nú í meira mæli bóknám en áður. Það sé þróun sem þurfi að bregðast við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is