Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2014 09:15

Viljayfirlýsing um nýtingu félagsheimilisins Brúaráss fyrir Náttúruböð

Undanfarin misseri hefur verið í undirbúningi stofnun fyrirtækis á bökkum Hvítár í Borgarfirði, nánar til tekið við félagsheimilið Brúarás í Hálsasveit. Um er að ræða fyrirtæki sem hefur fengið vinnuheitið Náttúruböð og verður baðstaður í fallegri náttúru héraðsins. Upphaflega stóð til að fyrirtæki þessu yrði komið á fót við Deildartunguhver og var þá kallað Miðaldaböð. Eftir að horfið var frá þeirri staðsetningu var um tíma verið að skoða staðsetningu í landi Hraunsáss sem einnig hefur verið hætt við. Nú hafa hugmyndir um Jarðböðin verið færðar til minna umfangs, tengingu við goðafræði hætt og kallast nú Náttúruböð enda tenging við andstæðurnar jarðelda og ís og þjónusta við ferðamenn megin viðfangsefnið. Sem fyrr eru frumkvöðlar að verkefninu hjónin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson stjórnendur Landnámsseturs Íslands. Þau hafa nú fengið til liðs við sig fjárfesta og þar á meðal landeigendur í Stóra Ási í Hálsasveit, hjónin Kolbein Magnússon og Láru Gísladóttur. Andrés Magnússon, bróðir Kolbeins, er einnig þátttakandi í hópi fjárfesta, eiginkona hans Marta Eiríksdóttir sem jafnframt verður verkefnisstjóri Náttúrubaða auk fjárfestisins Helga Eiríkssonar á Kolsstöðum sem jafnan er kenndur við Lumex.

 

 

Félagsheimilið Brúarás er í eigu kvenfélaganna í Hálsasveit og Hvítársíðu, búnaðarfélaganna í sömu sveit auk Borgarbyggðar. Hugmyndin nú byggist á að nýta m.a. félagsheimilið sem aðstöðu fyrir Náttúruböðin. Þriðjudaginn 29. apríl síðastliðinn var undirrituð viljayfirlýsing hlutaðeigandi um nýtingu félagsheimilisins. Þá lýstu fulltrúar óstofnaðs félags um Náttúruböð og sveitarstjóri Borgarbyggðar því yfir að aðilar munu vinna saman að undirbúningi að stofnun Náttúrubaðanna. Aðild Borgarbyggðar að undirbúningnum felst í því að sveitarfélagið, ásamt meðeigendum í félagsheimilinu Brúarási, eru reiðbúið til viðræðna um leigu á húsinu undir starfsemi náttúrubaða að uppfylltum skilyrðum um að áfram verði hægt að nýta húsið undir hefðbundna starfsemi félagsheimila. Að sögn Páls S Brynjarssonar sveitarstjóra felst í yfirlýsingunni að engin fjárskuldbinding sé af hálfu Borgarbyggðar, önnur en að hún heimilar Náttúruböðum að hefja hönnun á breytingum á húsnæðinu og aðgengi að því á meðan á hönnunarvinnu stendur. „Aðilar voru jafnframt sammála um að hefja þegar undirbúning að gerð leigusamnings um húsið sem tekur mið af þeim breytingum sem gera þarf á húsnæðinu. Samningurinn mun koma í stað þeirrar yfirlýsingar sem nú hefur verið skrifað undir þegar hann hefur hlotið samþykki beggja aðila,“ segir Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is