Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2014 08:01

Telja að taka hefði átt frávikstilboði í bílastæði

Séra Geir Waage í Reykholti segir að staðarmönnum þyki undarlegt hvernig Borgarbyggð stóð að útboði vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við malbikun bílastæðis við Reykholtskirkju og Snorrastofu. Í fyrsta lagi hafi brugðist að haft væri samráð við heimamenn áður en verkið var boðið út í mars. Í öðru lagi hafi síðan lægsta tilboðinu í verkið ekki verið tekið og vísar til frávikstilboðs frá Jörva ehf. á Hvanneyri. „Við ráðum því svo sem ekki hver fær verkið enda mun Borgarbyggð bera stærstan hluta af kostnaði við það,“ segir Geir.

Sóknarpresturinn er þarna að vísa til frávikstilboðs Jörvi upp á 12,1 milljón króna. Frávikstilboðið byggði á því að malbik yrði lagt ofan á það undir- og burðarlag sem fyrir er. Séra Geir segir að staðarmenn hefðu horft til þess að fara þessa leið enda undirlagið mjög gott, vatnshalli réttur og aðstæður allar hinar bestu, þannig að óþarfi hefði verið að rífa upp efni og undirlag í planinu til að leggja það upp á nýtt. Eins og fram kom í frétt í Skessuhorni 23. apríl sl. var ákveðið að ganga til samninga við JBH-vélar ehf á grundvelli tilboðs fyrirtækisins upp á rétt tæpar 14 milljónir króna. Borgarbyggð leggur fram tíu milljónir í verkið og Reykholtsstaður borgar það sem upp á vantar. Séra Geir kveðst hafa orðið hissa á því þegar hann sá fundargerð byggðarráðs þegar tilboðin voru opnuð og sá að bókað hafði verið að engar athugasemdir væru gerðar. „Ég skil það svo að þar með hafi ekki verið gerð athugsemd við frávikstilboðið frá Jörva ehf sem er sannanlega lægsta tilboðið í verkið enda lögð til leið sem sparað getur mikla peninga,“ segir Geir.

Páll S Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar sagði í samtali við Skessuhorn að verkið hafi verið boðið út miðað við ákveðnar forendur sem frávikstilboðið hafi ekki miðast við. Því hafi verið ákveðið að ganga ekki að tilboði Jörva ehf. um frávik á fyrirhuguðu verki. Það breyti því ekki að JBH vélar sem samið er við um verkið hafi verið með lægsta einingaverð í malbikun plansins. Breytt útfærsla varðandi undirlagið, ekki eins mikil undirvinna og gert var ráð fyrir áður en verkið var boðið út, þýðir væntanlega að Reykholtsstaður þarf ekki að greiða meira fyrir verkið en ef umrætt frávikstilboð hefði verið tekið til greina, segir Páll.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is