Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2014 10:30

Andlát: Helgi Daníelsson

Skagamaðurinn Helgi Daníelsson lést á Sjúkrahúsi Akraness í gær 1. maí, 81 árs að aldri. Ævistarf Helga var við löggæslu en hans helstu áhugamál voru knattspyrnu auk ljósmyndunar. Helgi varð þjóðþekktur sem landsliðsmarkvörður í knattspyrnu árin 1951 til 1965 og lék 25 landsleiki. Hann var auk þess aðalmarkmaður gullaldarliðs ÍA og sem slíkur Íslandsmeistari þrisvar sinnum ásamt félögum sínum. Hann lék einnig með Val. Helgi var fæddur á Akranesi 16. apríl 1933. Foreldrar hans voru Sesselja Guðlaug Helgadóttir húsmóðir og Daníel Þjóðbjörnsson múrarameistari. Eftirlifandi kona Helga er Steindóra Steinsdóttir, fyrrverandi deildarstjóri. Þau eignuðust þrjá syni; Friðþjóf Arnar, Stein Mar og Helga Val.

 

 

 

Helgi lærði prentiðn og starfaði eftir það um tíma hjá Ísafoldarprentsmiðju. Hann vann hjá Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi en varð lögreglumaður og síðar lögregluvarðstjóri á Akranesi. Hann var síðan ráðinn sem rannsóknarlögreglumaður hjá Sakadómi Reykjavíkur árið 1972 og síðar lögreglufulltrúi hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og yfirlögregluþjónn. Helgi var virkur í félagsmálum, meðal annars fyrir Alþýðuflokkinn á Akranesi og í Vesturlandskjördæmi og síðast dyggur stuðningsmaður Samfylkingarinnar. Helgi starfaði mikið að íþróttamálum á Akranesi sem stjórnarmaður og um tíma formaður Knattspyrnusambands Íslands. Helga hefur verið sýndur sómi á ýmsum vettvangi og m.a. fengið viðurkenningar fyrir störf sín að íþróttamálum.

 

Helgi skrifaði mikið í staðarblöð og dagblöð um íþróttir og þjóðmál. Eftir starfslok í lögreglunni gaf hann sig enn meira að ljósmyndun sem var um áratugaskeið áhugamál hans. Þannig hefur Helgi Daníelsson átt drjúgan þátt í skráningu samtímasögu Akurnesinga með ljósmyndun sinni. Helgi gaf út einnig út nokkrar bækur, meðal annars um ættfræði og sögu og mannlíf Grímseyjar þaðan sem hann var ættaður.

 

Skessuhorn vill þakka Helga Dan fyrir samstarf og ræktarsemi í garð blaðsins alla tíð. Ósjaldan hefur Helgi sent inn myndir, hnippt í blaðamenn með ábendingar um efni og sýnt blaðinu og starfsmönnum þess mikinn velvilja. Fyrir það vill ritstjórn Skessuhorn þakka af heilum hug um leið og fjölskyldu Helga eru færðar samúðarkveðjur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is