Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2014 11:43

Rekstur Akraneskaupstaðar jákvæður um 191 milljón

Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið 2013 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að viðsnúningur hafi orðið í rekstri Akraneskaupstaðar en rekstrarafgangur A-hlutans var jákvæður um 316 milljónir króna. Rekstrarafgangur A og B hluta bæjarsjóðs er tæplega 191 milljón króna og skýrist mismunurinn einkum af miklu tapi af Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili sem að 90% hluta er í eigu Akraneskaupstaðar en 10% í eigu Hvalfjarðarsveitar.

Undir A-hluta bæjarsjóðs falla aðalsjóður, eignasjóður, Gáma, Byggðasafnið í Görðum og Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. Veltufé frá rekstri A-hluta er um 15% af rekstrartekjum, framlegð 10,9%, eiginfjáhlutfall 53% og skuldahlutfall A-hluta er 119% en skuldaviðmið er 105%. Undir B- hluta Akraneskaupstaðar falla Höfði, hjúkrunar- og dvalarheimili, Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf. og Háhiti ehf. Tap var á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, um kr. 125,3 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 35,3 milljóna króna tapi. Rekstrarafgangur A og B hlutans, þegar tekið hefur verið tillit til tapreksturs á Höfða,  var jákvæður um 190,7 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A og B hluta er 12,8% af rekstrartekjum, skuldahlutfallið er 129% og skuldaviðmið 113%.

 

Nokkrar ástæður afkomubatans

Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra, sem á bæjarstjórnarfundinum fylgdi ársreikningnum úr hlaði, er þessi jákvæða niðurstaða ársreiknings 2013 einkum komin til vegna aðhalds í rekstri og lægri lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir, tekjuaukningar í gegnum Jöfnunarsjóð og jákvæðrar gengisþróunar. Laun og launatengd gjöld aðalsjóðs hafa þannig lækkað úr 61,78% af rekstrartekjum aðalsjóðs á árinu 2012 í 55,86% árið 2013 og annar rekstrarkostnaður úr 43,68% árið 2012 í 42,19% árið 2013.

 

"Okkur hefur tekist að gæta fyllsta aðhalds í rekstri á sama tíma og Akraneskaupstaður er að koma afar vel út í viðhorfskönnunum Capacent um þjónustu við bæjarbúa. Akraneskaupstaður lendir í 1.- 3. sæti á landsvísu hvað varðar ánægju með grunnskólana og 2.- 3. sæti á landsvísu hvað varðar ánægju með leikskóla,“ segir Regína. Stærsti útgjaldaliður sveitarfélagsins er líkt og víða annarsstaðar fræðslu- og uppeldismál og er hlutfall þess málaflokks nú 46,1% af skatttekjum aðalsjóðs Akraneskaupstaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is