Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. maí. 2014 02:53

Segjast eiga samfélaginu mikið að þakka

Á tímum eins og þeim síðustu þegar verslun á landsbyggðinni hefur staðið höllum fæti meðal annars vegna samkeppninnar við stórmarkaðina, er staðan nokkuð góð í Snæfellsbæ. Þar hafa matvöruverslanir verið starfandi bæði í Ólafsvík og í Rifi, verslanir með fjölbreytt og gott vöruframboð. Verslunin Virkið í Rifi, sem bæði er matvöru- og byggingavöruverslun, var opnuð snemma árs 1988. Stofnendur og eigendur verslunarinnar, hjónin Kristín Þórðardóttir og Sturla Fjeldsted, eru nú komin á ákveðin tímamót í lífinu og var útlit fyrir að verslunin hætti um þessi mánaðamót. Verslunin hafði verið í söluferli í nokkurn tíma án þess að tilboð kæmu. Það var svo ekki fyrr en þau gáfu það endanlega út að þau ætluðu að hætta núna í vor sem aðilar fóru að sýna versluninni áhuga. Þegar blaðamaður Skessuhorns var á ferðinni í Rifi nýverið voru verulega góðar líkur á því að framhald yrði á rekstri Virkisins og nýir eigendur myndu taka við. Um leið og þau Kristín og Sturla vildu þakka samfélaginu þann samhug sem það hefur sýnt allt frá því þau opnuðu verslunina fyrir 26 árum, vildu þau hvetja fólk til að væntanlegir nýir eigendur fengju að njóta þess sama.

 

Sjá nánar spjall við þau Kristínu og Sturlu í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is