Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2014 11:01

Safnað fyrir endurbótum á Borgarneskirkju

Stefnt er að því að endurbætur verði gerðar á Borgarneskirkju að sögn Þorbjörns Hlyns Árnasonar, sóknarprests í Borgarnesi og prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi. Líkt og greint var frá í Skessuhorni í vetur var farið í endurbætur á kirkjubekkjum í kirkjunni þar sem svampurinn í þeim var ónýtur og heilsuspillandi. Nú þarf aftur á móti að fara í framkvæmdir utan dyra. Múrklæðning kirkjunnar er farin að láta verulega á sjá og eru viðgerðir á henni orðnar aðkallandi. „Það hefur legið fyrir í þrjú til fjögur ár að það þurfi að fara í framkvæmdir á kirkjunni. Múrklæðning hennar er verulega illa farin og liggur undir skemmdum. Suðurhluti kirkjuturnsins er verstur. Ef ætti að gera viðgerð á allri kirkjunni þá myndi það kosta 30 milljónir króna og það er því ljóst að það verður ekki hægt. En við vonumst eftir því að hægt verði að gera bráðaviðgerð á því sem verst er farið,“ segir sr. Þorbjörn Hlynur í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Hann vonast til þess að hægt verði að fara í framkvæmdirnar í sumar þrátt fyrir takmörkuð fjárráð kirkjunnar. „Kirkjan er ekki fjárhagslega vel stödd vegna skerðinga á sóknargjöldum. Verðlagsbætur voru ekki teknar með í myndina þegar skerðingin var gerð á sínum tíma og því er hún 30% meiri en Alþingi taldi. Að krónutölu eru sóknargjöldin svipuð og þau voru árið 2006. Þess vegna er augljóst að staða sókna í landinu er mjög þröng. Þrátt fyrir að kirkjan sé vel rekin af sóknarnefnd og að tekist hafi að halda öflugu starfi og starfsfólki þarf sóknarsjóður nú á ríkum stuðningi að halda vegna þessarar aðgerðar.“

 

Fulltrúar Borgarneskirkju áttu nýverið fund með byggðarráði Borgarbyggðar til að ræða viðhald kirkjunnar. „Erindi okkar var afar vel tekið og vonast ég til að við fáum stuðning frá sveitarfélaginu. Kirkjan er mikilvægur hluti af bæjarfélaginu og nú þarfnast hún lagfæringa. Við munum því leita eftir stuðningi, bæði frá almenningi og fyrirtækjum á næstunni og bráðlega verða send bréf inn á hvert heimili í Borgarnessókn þar sem þeir sem eru aflögufærir verða hvattir til að styðja við kirkjuna og styrkja þetta brýna verkefni, enda gerir margt smátt eitt stórt,“ segir sr. Þorbjörn Hlynur sem vonar að sem flestir leggi átakinu lið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is