Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2014 06:01

Fátítt að stórhveli fari innst í Hvalfjörð

Afar mikið líf hefur verið í Hvalfirði í aprílmánuði. Handfæratrillur hafa aflað vel af þorski yfir Hvalfjarðargöngum og innar við Galtarvíkurdjúp. Innst í Hvalfirði hefur síðan sést til stórhvela. Slíkt er með öllu óþekkt sýn að minnsta kosti meðal núlifandi fólks. Þó er rétt að geta þess að Hvalfjörður heitir eftir grimma og mannýga illhvelinu Rauðhöfða sem sögnin hermir að hafi grandað tveimur prestssonum frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Presturinn faðir þeirra, blindur og aldraður, leiddi hvalinn með særingum upp Botnsá og upp í Hvalvatn. Þar kom hann ófreskjunni fyrir.  „Þar var rosalegt líf í firðinum vikuna fyrir páska. Við sem vinnum í Hvalstöðinni vorum búnir að vera að sjá seli þarna svamlandi um fyrir utan og hugsuðum með okkur að það væri eitthvað æti komið þarna inn í fjörðinn,“ segir Magnús Geir Guðmundsson sem starfar í hvalstöð Hvals hf. við Miðsand innst í Hvalfirði. „Svo sáum við í fjarska þvílíkt fuglager sem var greinilega að fylgja síldartorfu eða einhverju álíka. Þarna voru mávar og helst súlur sem maður er ekki vanur að sjá á þessum slóðum og magnað að sjá þær kasta sér í sjóinn.“ 

 

 

Fuglagerið sást vel úr landi. „Þegar við vorum að fylgjast með þessu sjáum við blástur hjá tveimur hvölum. Þetta voru að ég held hrefnur en annar virtist svolítið stærri en hinn. Ég fór með myndavélina í einum kaffitímanum og náði nokkrum myndum af einum hvalanna og sá þá að þetta var hnúfubakur. Það voru nokkur dýr þarna, sennilega hrefnur í bland við hnúfubakana. Það sást líka til einhverra minni hvala, lítilla tannhvala, hnísa eða marsvína,“ segir Magnús Geir Guðmundsson.

 

Sigurjón Guðmundsson bóndi á Bjarteyjarsandi sem búið hefur þar í áratugi segir að stórhveli á borð við hnúfubaka hafi aldrei synt svona langt inn í Hvalfjörð svo kunnugt sé. Súlur séu sömuleiðis fátíð fuglategund í firðinum, hvað þá svona innarlega. „Það hefur stundum sést til smáhvela í firðinum og eitt sumarið fyrir fáum árum sáust hrefnur við Þyrilsnes. Þessi hvalagengd nú í apríl er mjög óvenjuleg. Stórhveli á borð við hnúfubaka hafa ekki sést fyrr.“

 

Sennilegt má telja að smásíld eða annar fiskur hafi gengið í mikilli torfu inn Hvalfjörð utan úr Faxaflóa og bæði hvalir, selir og fuglar fylgt eftir. Mest gekk á rétt fyrir páska. Ekkert hefur sést til hvala síðustu daga þó ekki sé loku fyrir það skotið að enn sé þá að finna í Hvalfirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is