Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2014 06:01

Inniaðstaða Skotfélags Vesturlands hefur verið opnuð

Ný inniaðstaða Skotfélags Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi var nýverið tekin formlega í notkun. Að sögn Þórðar Sigurðssonar formanns SV gekk opnunin vel. Um 200 manns litu við til að skoða aðstöðuna, þar á meðal fulltrúar frá Skotsambandi Íslands, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og Ungmennasambandi Borgarfjarðar. Í tilefni dagsins var efnt til sýningar á byssum í eigu félaga í SV og mátti sjá fjöldann allan af byssum, gömlum sem nýjum. Einnig var gestum boðið upp á kaffi og með því. Þórður segir að almenn ánægja hafi verið hjá fólki með aðstöðuna, sem skiptist í púðursal og loftsal.

Framundan í starfi félagsins er að halda Vesturlandsmót í loftgreinum. Það fer fram í inniaðstöðunni sem Þórður segi að gangi undir gælunafninu Skothúsið.

Skotfélagið heldur mótið í samstarfið við Skotfélag Akraness en það fer fram 21. maí næstkomandi. Loks fara æfingar fram þrisvar í viku hjá félaginu í Skothúsinu; á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. „Einnig erum við að vinna að því að fá úthlutað útiæfingasvæði. Við vonumst til að þau mál skýrist áður en langt um líður,“ sagði Þórður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is