Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2014 04:01

Hugheimar og Matarsmiðjan taka til starfa í þessari viku

Hugheimar, frumkvöðla- og nýsköpunarsetur, og Matarsmiðjan verða tekin formlega í notkun í Borgarnesi í þessari viku. Hugheimar verða til húsa á neðri hæðinni að Bjarnarbraut 8 en Matarsmiðjan í húsnæði Whole seafood að Vallarási 7-9 í efri hluta Borgarness, fyrrum húsi Borgarness kjötvara. Ákveðið hefur verið að standa sameiginlega að opnun setranna sama daginn, miðvikudaginn 7. maí. Að sögn Haraldar Arnar Reynissonar hjá Hugheimum verður stutt kynning á starfseminni og því starfi sem framundan er í setrinu og gestum gefið tækifæri á að kynna sér þá aðstöðu sem í boði er.

Í Hugheimum er hugmyndin að ekki verði aðeins um að ræða aðstöðu fyrir frumkvöðla heldur verði reglulega boðið uppá fræðsluerindi fyrir frumkvöðla sem og aðra áhugasama aðila. Verða slík erindin bæði á vegum Hugheima en einnig í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. „Við hjá Hugheimum munum eiga í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem mun veita okkar frumkvöðlum aðgang að mikilvægri þekkingu innan þeirra vébanda. Það er afar dýrmætt fyrir setrið að njóta tengsla við miðstöðina, enda töluverð reynsla sem þar býr,“ segir Haraldur. Hann segir ýmsa frumkvöðla hafa sýnt Hugheimum áhuga á undanförnum vikum en setrið býður upp á fimm skrifstofurými með nettengingu til notkunar á grundvelli samnings við setrið. „Auk aðstöðunnar eiga frumkvöðlar, bæði innan og utan setursins, kost á því að sækja um nýsköpunarstyrk frá Arion banka og KPMG,“ bætir Haraldur við sem hvetur alla áhugasama til að taka þátt í opnuninni.

 

Starfsemi Matarsmiðjunnar verður kynnt gestum og frumkvöðlum líkt og hjá Hugheimum við opnunina. Að sögn Davíðs Freys Jónssonar forsvarsmanns Matarsmiðjunnar er búið að búa þannig um hnútana að smiðjan verði starfrækt næstu þrjú árin í húsnæði Whole seafood. Þar gefst frumkvöðlum í matvinnslu færi á að fá vottaða aðstöðu til afnota í húsinu til vöruþróunar og smáframleiðslu. „Margir hafa sýnt smiðjunni áhuga síðan við fórum að kynna verkefnið. Auk þess að geta sinnt vöruþróun og framleiðslu í Matarsmiðjunni eiga frumkvöðlar kost á því að sækja sér þekkingu og aðstoð hjá ýmsum af þeim aðilum sem standa að smiðjunni, t.d. við undirbúning styrkumsókna eða aðgang að sérfræðiþekkingu í tengslum við vinnsluna,“ segir Davíð.

 

Jákvætt verkefni fyrir Vesturland

Haraldur og Davíð eru sammála um að bæði Hugheimar og Matarsmiðjan styðji hvort við annað. „Það er líklegt að tilvera setranna leiði til þess að einstaklingar með þekkingu á mismunandi sviðum geti lagt hverjum öðrum lið. Sem dæmi gæti frumkvöðull sem væri að þróa áhugaverða matvöru í Matarsmiðjunni farið í samstarf með vöruhönnuði sem væri með aðsetur í Hugheimum. Svona mætti endalaust halda áfram,“ segja þeir. Báðir eru sannfærðir um að um sé að ræða verulega jákvætt verkefni fyrir Vesturland. Afar mikilvægt er að þeirra mati að til séu miðstöðvar eins og þessar í landshlutanum. „Það er lífsnauðsynlegt fyrir atvinnuþróun á Vesturlandi að þar sé til staðar frjór farvegur fyrir frumkvöðlastarf. Þar gerjast nýjungar og þar fer fram landnám nýrra tækifæra en af þeim er nóg hér um slóðir. Við hvetjum alla til að mæta, skoða aðstæður og muna að jákvæðni og bjartsýni er fyrsta skrefið til að skapa góðar aðstæður fyrir frumkvöðlastarf,“ bæta þeir við.

 

Dagskráin

Dagskrá opnunardagsins nú á miðvikudaginn verður með þeim hætti að fyrst verða Hugheimar formlega opnaðir kl. 16:30. Þar fer fram kynning á Hugheimum en í tilefni opnunarinnar verður einnig sýnt stutt brot úr nýrri mynd um landnám Skalla-Gríms og uppvaxtarár Egils Skalla-Grímssonar. Þar er á ferð frumkvöðlaverkefni á vegum Sögubókarinnar í samstarfi við Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Myndin verður síðan sýnd í heild sinni kl: 20:00 í húsnæði Símenntunarmiðstöðvarinnar að Bjarnarbraut 8. Dagskráin flyst síðan yfir í Matarsmiðjuna að Vallarási kl. 17:30 þar sem fram fer kynning á starfi smiðjunnar. Hvetja aðstandendur verkefnanna og samstarfsaðilar sem að þeim koma alla til að nota tækifærið og koma til að kynna sér þá aðstöðu sem í boði er. Þeir einir vita af möguleikunum sem til staðar eru með því að kynna sér þá af eigin raun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is