Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. maí. 2014 07:01

Mun færri hafa sótt um leyfi til strandveiðanna

Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var á föstudaginn búið að sækja um leyfi fyrir liðlega 350 báta vegna strandveiðanna sem hefjast í dag, mánudaginn 5. maí.  Umsóknir á svæði A eru 169 en á því svæði má búast við að flestir geri út frá Snæfellsnesi. Á svæði B var búið að sækja um leyfi fyrir 65 báta, á svæði C voru umsóknir 45 og á svæði D voru þær 74. D svæðið nær frá Höfn, suður um og til og með Borgarbyggð. Við upphaf strandveiðanna í fyrravor voru mun fleiri búnir að sækja um leyfi en nú, eða 462 og hófu 407 þeirra veiðar fyrsta leyfilega veiðidaginn. Minni ásókn í strandveiðileyfi nú gæti helgast af því að margir hyggjast gera frekar út á makrílveiðar. Þá gengu strandveiðarnar fremur illa í fyrrasumar og kann það að hafa fælt menn frá veiðunum nú. Í það minnsta hefur ásókn í strandveiðarnar farið minnkandi með hverju árinu. Til samanburðar stunduðu helmingi fleiri veiðar árið 2012, eða 757 bátar, en höfðu sótt um leyfi nú fyrir helgina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is