Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2014 01:26

Skagamaður þátttakandi í merkum stofnfrumurannsóknum

Bjarki Jóhannesson lífefnafræðingur frá Akranesi náði þeim merka áfanga í lok nýliðins mánaðar að fá grein eftir sig og samstarfsfélaga sína birta í hinu virta vísindatímariti Nature. Birtingin er mikill áfangasigur fyrir rannsóknir Bjarka og félaga. Í greininni er fjallað um rannsókn á stofnfrumum sem Bjarki vann að undir handleiðslu Dr. Dieter Egli hjá Stofnfrumurannsóknarstofu New York borgar (e. New York Stem Cell Foundation) í Bandaríkjunum. Bjarki sagði í samtali við Skessuhorn að rannsóknin sem greinin fjallar um snerti stofnfrumur en Dr. Egli og aðrir eru búnir að vinna að því að búa til stofnfrumur með klónunartækni í mörg ár. ,,Í greininni sem birtist í Nature lýsum við því t.d. hvernig við notuðum klónunartækni til þess að búa til stofnfrumur úr fullorðnum sykursýkis sjúklingi. Þar skiptum við erfðaefni eggfrumu út fyrir erfðaefni húðfrumu frá fullorðnum einstaklingi sem er með sykursýki 1. Eftir að eggið hafði skipt sér örfáum sinnum tókst yfirmanni mínum að einangra stofnfrumurnar. Mitt hlutverk í rannsókninni var að sýna fram á að þetta væru fullgildar stofnfrumur og að þeim væri hægt að breyta í virkar insúlínframleiðandi frumur. Dr. Dieter Egli stjórnaði rannsókninni en ég og vinnufélagi minn Dr. Mitsutoshi Yamada erum fyrstu höfundar að greininni,” segir Bjarki.

 

Nánar er rætt við Bjarka í Skessuhorni sem kemur út í fyrramálið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is