Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. maí. 2014 02:04

Stóra lekamálið er loks að fullu upplýst

Lágur þrýstingur hefur verið á vatni í Ólafsvík í allan vetur vegna leka í vatnslögn. Í gærkveldi fannst loks orsökin og geta því bæjarbúar átt von á því að ástandið fari að lagast og þrýstingur aukist á ný. „Það hafa verið vandræði með þetta í allan vetur, síðan í september eða október. Það verður að viðurkennast og við þurfum jafnframt að biðjast afsökunar á því að við hefðum getað veitt meiri upplýsingar í þau skipti sem vatnsskortur hefur orðið. Við höfum ekki lent í svona vandamálum í langan tíma og því kom þetta vandamál okkur í opna skjöldu,“ segir Smári Björnsson bæjartæknifræðingur Snæfellsbæjar. Hann segir menn hafa áttað sig á því að um leka í kerfinu væri að ræða og að um 40 – 50 lítrar á sekúndu hafi verið að tapast, sem telst mjög mikið. „Búnaður okkar til að sjá hversu mikið við fáum af vatni og hversu mikið við notum var ekki til staðar. Eftir áramótin höfum við verið að koma okkur upp mælibúnaði til að fylgjast með þessu, m.a til að koma í veg fyrir að sú staða komi upp að vatn þrjóti.“ Smári segir að búið sé að virkja þrjár nýjar lindir á vatnsverndarsvæðinu við Ólafsvík því grunur hafi meðal annars beinst að því að vegna lítilla rigninga frá því í haust hafi vatnsmagnið á svæðinu minnkað.

 

 

 

„Mælingar sýndu að við höfum verið að fá um 90 – 100 sekúndulítra, en um helmingur vatnsins var að tapast einhvers staðar í kerfinu. Það rann út úr lögninni og hvarf ofan í jörðina í stað þess að koma upp. Við náðum að þrengja svæðið niður í 300 metra radíus og fengum að lokum fulltrúa frá Vatnsveitu Hafnarfjarðar með tæki til að hlusta og staðsetja nánar staðinn á lekanum. Þeir fundu leka upp á 50 lítra á sekúndu. Við grófum niður á lekann og gerðum við þetta,“ segir Smári. Hann segir starfsmönnum bæjarins mjög létt að hafa fundið orsök vandans og vonast nú til þess að vandamálið sé úr sögunni.

 

Smári bætir því við að TS Vélaleiga hafi nýverið byrjað framkvæmdir við að skipta út 1600 metrum í vatnslögninni til Ólafsvíkur. Búið er að kaupa efni í endurnýjun pípunnar sem komin er til ára sinna. Þá er einnig búið að leggja nýja vatnslögn til Hellissands. „Vonandi náum við með öllum þessum aðgerðum að koma neysluvatnsmálunum í gott horf fyrir haustið. Það er okkar markmið,“ segir Smári að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is