Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2014 09:31

Sólarhringsvakt að nýju hjá lögreglunni á Akranesi

Hjá lögreglunni á Akranesi verður aftur sólarhringsvakt frá og með mánudeginum 12. maí nk. Rúm þrjú ár eru liðin þegar hætta þurfti sólarhringsvakt hjá embættinu sökum skertra fjárveitinga. Jón S Ólason yfirlögregluþjónn og Halla Bergþóra Björnsdóttir sýslumaðurinn á Akranesi segja að nú séu bjartari tímar framundan í löggæslumálum í landinu, einkum á landsbyggðinni eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fann með forgangsröðin mála í ráðuneytinu 500 milljónir sem veitt er til eflingar lögregluembætta. „Nú teljum við okkur geta eflt lögregluna að nýju með fjölgun lögreglumanna sem ekki síst verður til þess að minnka álagið á mannskapnum,“ segir Halla Bergþóra í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Síðustu þrjú árin hafa vaktir verið staðnar hjá lögreglunni á Akranesi frá klukkan sjö á morgnana til tvö á nóttinni á virkum dögum en lengur um helgar. Bakvaktir hafa verið á næturnar og útköllum sinnt af þeim eftir þörfum. Að sögn Jón S Ólasonar yfirlögregluþjóns hefur verið stílað á að alls sex lögreglumenn stæðu vaktirnar, þrír á hverri vakt. Reyndin hafi orðið önnur sökum veikinda og annarra forfalla lögreglumanna. Þannig hafi stundum aðeins verið tveir og tveir á vakt. Þetta hafi þýtt mikið álag á lögreglumenn. Jón segir að auknar fjárheimildir nú þýði að hægt sé að ráða einn lögreglumann í fasta stöðu hjá lögreglunni á Akranesi auk þess að hægt verður að ráða fólk í sumarafleysingar sem hafi ekki reynst unnt í mörg ár. „Einnig hefur fengist fé sem dugar til að auka akstur lögreglubifreiða verulega en undanfarin ár höfum við þurft að halda akstri í lágmarki,“ segir Jón S Ólason.

Jón og Halla Bergþóra telja að núna sé sólarhringsvaktin komin til að vera og lögreglan muni eflast í þjónustu sinni við borgarana að nýju. Að auki er ekki langt liðið frá því fjölgað var um eina stöðu rannsóknarlögreglumanns og vona þau að sú fjölgun haldi sér áfram. Reyndar stóð til að sólarhringsvaktin yrði tekin upp á nýju í aprílbyrjun en það tafðist vegna mannaráðninga. Við þessa breytingu verða alls sjö lögreglumenn sem standa sólarhringsvaktina hjá lögreglunni á Akranesi fyrir utan þá fjóra sem starfa á dagavinnutíma, en það er yfirlögregluþjónninn og þrír rannsóknarlögreglumenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is