Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2014 08:01

Forsýning á kvikmynd um Þórð á Dagverðará

Hollvinasamtök Þórðar Halldórssonar frá Dagverðará stóðu á laugardaginn fyrir forsýningu heimildarmyndarinnar Brot úr sögu Þórðar Halldórssonar alþýðumanns og lífskúnstners frá Dagverðará. Sýningin var í félagsheimilinu Klifi. Að henni lokinni var boðið upp á léttar veitingar í boði Snæfellsbæjar. Leikstjóri myndarinnar er Kári G. Schram. Hann segir í samtali við Skessuhorn að hugmyndin að myndinni hafi kviknað á stofnfundi hollvinasamtakanna og ákveðið að láta reyna á gerð myndar. Var tilgangur forsýningarinnar að koma með myndina heim í hérað þar sem hörðustu gagnrýnendurnir væru. Vildu hann fá innsæi heimamanna og fá að vita hvort myndin gæfi rétta mynd að Þórði. Voru heimamenn mjög ánægðir með myndina og fannst vel hafa til tekist og myndin bæði skemmtileg og fróðleg. Kári var að vonum sáttur og fannst forsýningin hafa tekist vel. Næstu skref hjá Kára eru að ljúka frágangi myndarinnar og einnig fjármögnun hennar. Stefnt er að því að myndin verði opnunarmynd á Skjaldborgarhátíðinni í byrjun júní og í kjölfarið ákveðið hvort hún fari beint til sýninga í kvikmyndahúsum eða verði sýnd síðar í sumar í Bíóparadís. Fyrirhugað er að halda aðalfund Hollvinasamtakanna í lok maí á Lýsuhóli og þá verður myndin sýnd og eru allir velkomnir þangað.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is