Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2014 09:30

Tveimur mönnum bjargað úr sjálfheldu í Esjunni

Björgunarsveitir á suðvesturhorninu og þar á meðal Akranesi voru kallaðar út í í nótt til aðstoðar tveimur mönnum um tvítugt sem lent höfðu í sjálfheldu í Esjunni. Höfðu þeir verið að klifra Einfarann, þekkta klifurleið í Eilífsdal í Esju. Náðu þeir að tryggja sig og hringja eftir aðstoð. Staðsetning mannanna var óljós til að byrja með og kveiktu þeir því á blysum til að vísa björgunarmönnum leiðina. Fara þurfti upp á brúnina fyrir ofan mennina, síga þar niður og hífa þá upp. Rétt fyrir klukkan fjögur var búið að ná báðum mönnunum upp og reyndust þeir heilir á húfi. Annar var þó orðinn nokkuð kaldur en báðir gátu gengið með björgunarmönnum niður og voru þeir komnir í bíl um klukkan 05:30. Um 35 manns tóku þátt í þessum aðgerðum næturinnar sem stóðu í hátt í fjórar klukkustundir.

 

 

 

Í morgun, rétt eftir klukkan 06.00 var björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein, frá Sandgerði kallað út vegna trillu sen fékk flottein af neti í skrúfuna um 1,2 sjómílum vestur af Sandgerði. Flotteinninn var klipptur úr og báturinn dreginn til hafnar, þangað sem komið var klukkan 07:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is