Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. maí. 2014 02:01

Stefnt að fimmtungs framleiðsluaukningu Norðuráls

Samkvæmt umsókn Norðuráls um starfsleyfi er stefnt að tæplega 20% framleiðsluaukningu í verksmiðjunni á næstu árum. Framleiðslan verði allt að 350 þúsund tonn á ári en hefur síðustu ár verið um 290.000 tonn á ári. Gert er ráð fyrir að það muni taka nokkur ár að auka framleiðsluna og það verði gert með því að keyra aukinn rafstraum í gegnum kerin sem álið er framleitt í, en ekki þurfi að koma að öðru leyti til meiriháttar breytinga á búnaði eða húsnæði. Hvalfjarðarsveit er einn umsagnaraðila um nýja starfsleyfistillögu áður en hún fer til umfjöllunar Umhverfisstofnunar sem er eftirlitsaðili og gefur út starfsleyfi fyrir iðnað í landinu. Umsögn Hvalfjarðarsveitar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 22. apríl. Sævar Ari Finnbogason sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Umhverfis,- skipulags- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar segir að umsögnin sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins. Það seti þau skilyrði fyrir þessari framleiðsluaukningu að það verði ekki til þess að útblástur flúors og brennisteinsdíoxíðs aukist frá verksmiðjunni, heldur bæti verksmiðjan afsogið, mengunarvarnirnar, á móti.

 

Nánar er fjallað um hina fyrirhuguðu aukningu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is