Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. maí. 2014 09:01

Breski vígdrekinn Hood snýr aftur til Hvalfjarðar

Laugardaginn 10. maí frá klukkan 14:00 verður mikið um að vera á Hernámssetrinu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Þá verður afhjúpað á safninu 2,8 metra langt líkan af breska vígdrekanum Hood sem var stolt Bretaveldis en hlaut meinleg örlög. Hood var sökkt af þýska orrustuskipinu Bismarck í frægri sjóorrustu djúpt suðvestur af Reykjanesi árla morguns 24. maí 1941.

 

Pétur Hallgrímsson vélstjóri smíðaði líkanið og tók smíðin mörg ár. „Ég byrjaði á því að byggja skrokkinn 1985 en lagði þetta svo til hliðar vegna anna í vinnu í ein tíu ár. Ég tók þráðinn svo upp að nýju um aldamótin. Þá hafði Internetið komið til sögunnar. Þar var mikið af upplýsingum; ljósmyndum og fleiru. Ég sá að ég hafði smíðað ýmislegt vitlaust í upphafi og reif líkanið næstum og byrjaði upp á nýtt til að leiðrétta það sem var rangt byggt í upphafi. Ég vann við þetta nokkra tíma á kvöldin um vetrartímann en aldrei neitt á sumrin,“ segir Pétur.

 

Líkanið er í hlutföllunum 1:100. Hood var um 280 metra langt skip þannig að líkan Péturs er 2,80 metrar á lengd. Það er allt handsmíðað eftir teikningum.

 

Pétur Hallgrímsson er greinilega mjög fróður um skipið og sögu þess. „Ég hef alltaf haft gaman af skipum. Líkanið af Hood smíðaði ég vegna þess að ég hafði áhuga á sögu skipsins. Sem strákur heima á Íslandi hafði maður heyrt um skipið. Þannig kviknaði áhuginn. Einhverju sinni var ég á ferð í Lundúnum. Þá fann ég bók sem ég keypti með teikningum af Hood. Þá fékk ég þessa hugmynd að smíða líkan af skipinu. Ég þurfti svo að lesa mér til um ýmislegt á meðan ég var að smíða það. Allt var þetta mjög fróðlegt.“

 

Nánar er rætt við Pétur í Skessuhorni vikunnar, sem kom út í gær.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is