Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2014 06:01

Spennandi starf og mikil áskorun segir nýr ferðamálafulltrúi

Síðustu árin hefur umræðan á Akranesi ekki síst snúist um nauðsyn þess að laða fleiri ferðamenn til bæjarins og byggja upp öflugri ferðaþjónustu. Sumar gagnrýnisraddirnar hafa tekið svo djúpt í árinni og sagt að það sé hreinlega eins og Akurnesingar vilji ekki ferðamenn til bæjarins. Þetta eigi við allt frá því umferðin hætti að liggja í gegnum bæinn þegar Akraborgin hætti siglingum yfir flóann. Nýráðinn ferðamálafulltrúi Akraneskaupstaðar heitir Hannibal Guðmundur Hauksson. Hann tekur undir að með þessum hætti hafi umræðan verið. Hann segir að til viðbótar hafi svo Þjóðvegur eitt verið lagður austan við Akrafjallið þegar göngin komu, þannig að ferðafólki hafi verið beint framhjá bænum. Blaðamaður Skessuhorn átti spjall við nýráðinn ferðamálafulltrúa Akraneskaupstaðar á dögunum, en Hannibal var valinn í starfið úr stórum hópi umsækjenda.

„Þetta er mjög spennandi starf og í því felst mikil áskorun fyrir mig. Auk þess að ég menntaði mig í ferðamálafræðum á sínum tíma er þetta einnig áhugamálið mitt. Ég hef líka stefnt að því lengi að koma til starfa í mínum gamla heimabæ,“ segir Hannibal sem síðustu sjö árin hefur starfað hjá ÍT Ferðum í Reykjavík.

 

Sjá nánar viðtal við Hannibal í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is