Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. maí. 2014 01:54

Tvö frumkvöðlasetur opnuð sama daginn í Borgarnesi

Hugheimar og Matarsmiðjan voru formlega opnuð síðdegis á miðvikudaginn var. Hugheimar, frumkvöðla- og nýsköpunarsetur, er til húsa í Borgarbraut 8 í fyrrum skrifstofurými Vesturlandsskrifstofu um málefni fatlaðra. Þar verður úthlutað skrifstofurýmum fyrir frumkvöðla gegn vægri leigu til að þeir geti stigið sín fyrstu skref frá þróun viðskiptahugmyndar til framkvæmdar. Matarsmiðjan er einnig frumkvöðlasetur en einungis hugsað fyrir þá sem vilja þróa vinnslu matvæla við vottaðar aðstæður. Báðum er þessum frumkvöðlasetrum ætlað að skapa drífandi umhverfi fyrir framþróun hugmynda og örva nýsköpun á Vesturlandi. Það er Sprotafyrirtækið Whole Seafood sem tekið hefur á leigu húsið við Vallarás 7-9 sem skýtur skjólshúsi yfir Matarsmiðjuna. Talsvert margir voru viðstaddir opnun þessara frumkvöðlasetra og almenn ánægja viðstaddra með að nú sé blásið til sóknar í aðstoð við frumkvöðlastarf.

 

Nánar verður sagt frá opnun setranna í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is